Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 161
MULAÞING
157
lögréttumaður og bjó fyrst á Eiðum, en 17. ágúst árið 1509 keypti hann
Njarðvík og bjó þar til dauðadags, sennilega litlu eftir 1520.
Þessi ætt bjó í Njarðvík, mann fram af manni til 1787 eða í 278 ár.
Einar digri var fæddur 1584. Foreldrar hans voru áður nefndur
Magnús Þorvarðarson og kona hans Herborg Gottskálksdóttir af ætt
Gottskálks biskups grimma. Einar var lögsagnari í tíð sýslumannanna
Gísla Magnússonar og Þorsteins Þorleifssonar og dóma lét hann stund-
um ganga í umboði Bjarna Oddssonar sýslumanns. Einars digra er fyrst
getið í alþingisdómi 1627 en 1665 er nefndur, þ. e. útnefndur, lögréttu-
maður, í hans stað. Þar með var þó ekki lokið lögréttumannstign þeirra
Njarðvíkinga því sonur Einars, Magnús, er nefndur lögréttumaður árið
1664 og hélt tigninni til 1684. Hafa því sex kynslóðir Njarðvíkurbænda
gegnt lögréttumannsstörfum, að sjálfsögðu ekki alveg óslitið, en mann
fram af manni frá 1509 til 1684, eða á 175 ára tímabili.
Eins og áður segir voru tveir klerkar á Desjarmýri 1632, því það ár
skipta þeir á brauðum séra Sigfús Tómasson á Desjarmýri og Hávarður
Sigurðsson í Hofteigi. Vera má að báðir þessir klerkar hafi staðið að
bréfagerðinni þótt sennilegra sé að séra Hávarður hafi átt þann heiður
óskiptan. Sigfús prestur var talinn í betri klerka tölu, varð kynsæll og
andaðist í Hofteigi 1773. Hann fékk þessa hógværu grafskrift.
Attatíu og fjegur fékk
fyllt upp ár í trú og von.
Svo til sinnar sængur gekk
Sigfús prestur Tómasson.
Séra Hávarður þjónaði Desjarmýri frá 27. maí 1632 til 11. ágúst 1661.
Sonur hans af fyrra hjónabandi var séra Magnús prestur á Desjarmýri
er átti Herborgu Einarsdóttur digra. Síðari kona séra Hávarðar, Stein-
unn Pétursdóttir, er talin systir Ingveldar konu Einars digra.
Þjóðsagnir af samneyti séra Hávarðar við álfa eru skráðar hjá Jóni
Árnasyni. Mun þar flest úr lagi fært nema e. t. v. sagan af huldukon-
unni í Álfaborg, er prestur heimsótti og samrekkti.
Að sjálfsögðu bar bréfagerð Borgfirðinga engan ávöxt, enda bættur
skaðinn a. m. k. í því efni að krefjast þess og beiðast „áðurgreint
Compani að láta hér ganga skútu eða jakt, minnst tvisvar á sumri með
sína vöru,“ því síðar varð það mesta lán Borgfirðinga hversu þeir voru
fjarlægir Companíi og sýslumönnum. Má í því sambandi benda á að
Vopnafjörður var verslunarstaður og sýslumenn sátu á Bustarfelli og í