Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 147
MÚLAÞING
143
einhver ráð yrðu að hirða skepnurnar, og ef mig langaði til að fara þá
mætti ég það sín vegna, en við Þorstein sagði hann að nú væri mjög
snjóflóðahætt og spurði hann hvort hægt væri að velja leiðir sem ekki
væri flóðahætta á.
Þorsteinn hélt nú það, hann væri nú orðinn svo kunnugur þessari leið
að (illu væri óhætt. Þar með var ákveðið að ég færi með honum, og ekki
kveið ég fyrir, en einkennileg tilfinning fór um mig að fara þetta í svona
veðri, svona færð og útliti þegar lagt var af stað.
Búningur minn var þannig, að ég var í ullarfötum næst sem yst, hafði
loðhúfu á höfði og var í tvennum ullarsokkum og á heimagerðum skóm
úr þunnu leðri. Með mér hafði ég vettlinga og sokka. Skíði notaði ég og
langan broddstaf, var með stóra mannbrodda og fékk svo pósttöskuna á
bakið — og þá var að hefja ferðina.
Þorsteinn bar aðeins hliðartösku með dótinu okkar, lúðurinn og litla
tösku sem ætluð var til að láta í hana bréf sem tekin voru á milli
afgreiðslustaða. Ferðin út sveitina gekk furðuvel eftir veðri og færð.
Samferðamennirnir fóru hver til síns heima og við Þorsteinn þáðum
kaffi hjá Friðriki Jóhannssyni söðlasmið og síðar á þessu ári kaupfélags-
stjóra á Strönd. Eftir það skiluðum við pósti og þáðum kaffi hjá póst-
afgreiðslumanninum, séra Jóni Guðmundssyni, en svefnhús og rúm hjá
Tómasi Sigurðssyni. Þorsteinn og Tómas voru kunnugir frá Eskifirði.
Að morgni 1. mars var lagt af stað kl. 7. Til fylgdar upp á Dranga-
skarð var fenginn maður að nafni Jón Bessason, þrekmikill maður og
nokkuð vanur ferðalögum. Veður var svipað og undanfarna daga, norð-
vestan með snjókomu og nokkurt vindbos. Nú var talin snjóflóðahætta á
Drangaskarði, en um aðrar leiðir var ekki að ræða, því það var þó talið
skást. Ur gilinu niður frá skarðinu komu oft snjóflóð og úr næsta gili
fyrir utan einnig, en sjaldgæft að þau nái saman niðri í brekkum. Því
var afráðið að fara uppeftir frá Kvíabóli1 og ganga sem beinasta línu upp
undir miðjan Hnaus, en hann er utan við Drangaskarðsgilið. A skíðun-
um gátum við gengið upp undir brekkurnar, en máttum enga króka
taka vegna snjóflóðahættunnar. Eftir það urðum við að skríða allt upp á
skarð. Leiðin upp fjallið er snarbrött öll og snjóþung í þetta sinn, en
grynnra þó á hryggnum uppeftir og í Hnausnum sjálfum. Upp á Dranga-
skarð vorum við komnir kl. 11 og sneri Jón þar við og fór heim til sín.
Norðan við skarðið var ekki teljandi snjóflóðahætta. Næst því eru tvær
stuttar en snarbrattar brekkur. Sátum við á skíðunum niður fyrir þær,
en gengum á þeim eftir það að Krossi sem er ysti bær í Mjóafirði að
sunnanverðu. Þar var margbýli þá, en við komum aðeins til Jóhanns