Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 191
MULAÞING
187
fjörð, stoðar ekki að miða aðalverslunarveg. Það getur ekki samrýmst
kröfum núlega tímans og þörf vorri á framförum. Reyndar var ekki
furða þó að Héraðsmenn yrðu fegnir þegar verslun fyrst byrjaði á Seyð-
isfirði fyrir fullum 30 árum eins og þá stóð, því að þá var ekki um annan
verslunarstað að gera en Eskifjörð, en þar hefur aldrei farið orð af
frjálsri og hagfelldri verslun. Nú ættu menn að sjá betur hvað best
gegnir, nú eru skipsferðir orðnar léttari og tíðari, svo að ekkert virðist
vera því til fyrirstöðu að vörur verði færðar á þann stað sem hentugast
er að flytja þær frá upp í landið. Seyðisfjörður getur heldur aldrei þrifisl
sem aðalhær á Austfjörðum. Til þess vantar hann alla hæfilegleika:
vegir eru hættulegir og erfiðir og geta aldrei orðið að verulegum notum
þótt miklu yrði til þeirra kostað, landbúnaður er lítill, húsastæði víða
mjög hættuleg o. fl. Innsveit Reyðarfjarðar hefur alla kosti til þess að
þar gæti myndast aðalbær Austurlands, það mun og reynast að brátt
eykst aðsókn og bygging við Reyðarfjörð. Nú hafa Héraðsmenn pantað
upp vörur í vor. Ættu þá þeir sem búa ofarlega á Héraði að fá vörurnar
fluttar á Reyðarfjörð og flytja þær upp Fagradal. Menn mundu þá kom-
ast að raun uni að betra er að fara hann veglausan eins og hann er
heldur en Vestdals- og Fjarðarheiðar með vegnefnum þeim er á þeim
eru.“
Að síðustu tekur höfundur fjórða atriðið — óforsjálnina — til með-
ferðar:
„Oframsýnin hefur gert allmikið til að eyða fé að gagnslausu í vegi og
drepa niður áhuga manna með vegabætur. Reyndar er búið að verja
miklu fé til vegagerða, en víðast hefur það farið svo afkáralega að þess
sjást engin merki, vegirnir lagðir á svo óhentugum stöðum og svo
klaufalega gerðir að verra er að fara þá en vegleysu, t. d. vegurinn frá
Lagarfljóti fram Völluna, fáum mundi koma í hug að fara þann veg
vegna krókanna, þó að betur hefði verið lagður, nýlagður var hann víða
vegleysu verri enda nú allvíða horfinn. Þá er Eskifjarðarheiði. Hvað
gagnar að varpa fleiri þúsundum króna í þann veg? Já, það er póstveg-
ur!! póstur kann að geta notað hann 2-3 ferðir um liásumarið, aðrir fara
ekki þá leið að teljandi sé. Er nokkur framsýni í að fleygja stórfé í veg
þar? Vörður eru hlaðnar á stöku stöðum, goli nokkuð að ráði fjúka þær
um, og meðan þær standa getur enginn sá er áttir hefur misst áttað sig á
þeim, því að ekkert er áttamerkið, engin föst stefna, einlægur króka-
stigur. Þótt hvað eina af slíku káki kosti ekki stórfé, þá safnast er
saman kemur. Við höfum ekki stórfé til að sóa. Því verra er að sjá
stundum almennings fé eytt til einskis. Að vísu hafa þeir er vinna að