Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 56
52
MULAÞING
suðvesturhorni. Gluggi var á suðurhlið þekju. Kjallari var undir gólfinu,
og voru veggir hans að mestu hlaðnir úr grjóti. Mikið af ösku var látið
ofan í kjallara þennan, að mestu gegnum þar til gerða rauf í norðvestur-
horni. Var úr kjallaranum stuttur gangur til vesturs, og þar var kamar-
forinni mokað út á haustin og ekið í túnflög undir þökur. Var rofamold
(úr föllnum húsum) síðan ekið inn í kjallarann og dreift um gólfið. Var
talið, að hún ásamt ösku, skólpi, þvagi og mannasaur o. fl. væru orðin
að sæmilegum áburði árið eftir. Kamarmoksturinn á haustin þótti ekki
eftirsóknarvert starf, en varð þó að vinna eins og önnur bústörf.
Kamar þessi var stundum notaður til annars en þess, sem nafnið
bendir til. Hann var t. d. oft notaður sem fæðingarheimili, þegar þess
þurfti með. I norðausturhorni hans var gamall og stór pottur, sem ekki
gat þjónað þeim tilgangi lengur að vera settur yfir eld, vegna botn-
skemmda. I hann hafði verið sett hey o. fl. mjúkt til hlýinda. I þessum
potti átti tíkin á heimilinu, Grýla, sér athvarf, þegar hún eignaðist
hvolpana sína. Þótti ungmennum góð skemmtun að heimsækja þessa
fjölskyldu og færa Grýlu mat, sértaklega þó, þegar hvolparnir voru
orðnir svo stórir, að hægt var að leika sér að þeim. Það voru skemmti-
legar stundir.
Fleiri tíkur en Grýla áttu síðar hvolpana sína í þessum potti, en þá
höfðu æskuárin liðið, og ekki eins gaman og áður að leika sér við htla,
failega hvolpa.
Hestarétt var norðan við bæinn og dyr austan á, við bæjarvegg.
Áður er þess getið, að vorið 1925 voru bæjardyr, stofa, skemma og
skemmuloft rifin, og baðstofa var rifin 1926. Hin gömlu bæjarhúsin að
undanteknum kamri stóðu þangað til sumarið 1949, er þau voru rifín.
Hafði þá verið byggt íbúðarhús úr steinsteypu.
Vatnsból
Allt vatn þurfti að bera í bæ og gripahús. Var það ærið verk og erfitt á
veturna. Til að létta það starf var notaður vatnsberi og einnig vatns-
grind. Vatnsból voru ekki góð né örugg. Vatnið var sótt fram (suður) í
Bæjarlækinn, þegar hægt var, en í honum þraut oft vatn, sérstaklega á
veturna og þurrkasumrum. Mjög djúpur brunnur var á Bæjarhólnum,
nokkrum skrefum vestan við bæinn. Hann var hringmyndaður eins og
flestir brunnar og mjög vel hlaðinn innan. Var yfir honum lítið brunnhús
úr timbri, sem lokað var með hallandi hlera. Allsver viðarás var festur
sitt hvorumegin inni í brunnhúsinu með sverum og sívölum járnásum,