Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 46
42
MULAÞING
Bærinn var fjórar húsalengjur með risi. Stóðu þær samhliða, voru
jafnlangar og lágu því sem næst frá austri til vesturs. Sneru fjórir timb-
urstafnar til austurs fram á hlaðið, en torfstafnar til vesturs, að undan-
teknum timburstafni á búrrisi á næstsyðstu húsalengjunni. Var bærinn
ferkantaður og heildarsvipur hans reglulegur.
Syðsta (fremsta) bæjarþilið, stofuþilið, var hæst og breiðast. Næst-
syðsta þilið, bæjardyraþilið, var lægst og mjóst, en tvö nyrztu (yztu) þilin
voru nær jafnhá. Nyrzta þilið var heldur breiðara en það næstnyrzta.
Torfveggir, hlaðnir neðst úr grjóti með torflagi milli steinaraða, en efri
hluti úr torfstrengjum, aðskildu þessar húsalengjur, þó með þeirri und-
antekningu, að milli búrs og eldhúss var aðeins timburþil.
Ris nyrztu húsalengjanna tveggja voru jafnhá eftir endilöngu, en á
hinum tveimur syðri var vesturhluti þeirra nokkru hærri en hinn aust-
ari. Var ris yfir búri og þvergangi þannig nokkru hærra en yfír millivegg
og bæjardyrahúsi, og ris baðstofu nokkru hærra en ris stofulofts
(skemmulofts) á syðstu lengjunni. Torfþök voru á öllum bæjarhúsum.
Var svokallað strengjaþak á baðstofunni, en síðar var tyrft yfir það.
Allir útveggir bæjarins voru svo háir, að ekki varð upp á þá komizt án
stiga. Var allsterklegur stigi að vestan upp við torfstafn búrsins, og
mátti færa hann til eftir þörfum. Kvikfénaður komst því ekki upp á
bæinn til að kroppa grængresið, sem þar óx. Var bærinn jafnan sleginn
einhvern tíma sumars. Það voru þó nær eingöngu húsasund, þ. e.
kverkar milli burstanna, sem slegin voru.
Bærinn stóð á hól, Bæjarhólnum, og hallaði frá honum á þrjá vegu
(ekki að vestan). Hlað var austan við bæinn, og hallaði því til norðaust-
urs, þó meir til austurs að hlaðvarpanum, sem aðeins var gegnt tveimur
nyrztu bæjarþiljunum. Var allmikill halli á hlaðvarpa niður á jafnsléttu,
og var hlaðið því frekar fljótt að þorna á vorin. Stétt, nokkru hærri en
hlaðið, var næst bænum. Var hún með steinaröð fremst, og sums staðar
alveg hellulögð. Á sumrin var hlaðið sópað, ef þurfa þótti.
Austan við hlaðið, gegnt tveim syðstu bæjarþiljunum, var sáðgarður,
og náði hann nokkru lengra til suðurs. Var trégirðing (rimlagirðing) að
honum hlaðsmegin, því að nokkuð hátt var ofan í hann af hlaðinu, hlað-
inn veggur u. þ. b. P/2 alin á hæð. Hinar þrjár hliðar sáðgarðsins voru
girtar torfveggjum. I garðinum voru ræktaðar kartöflur og rófur. í suð-
vesturhorni hans var rabarbari (tröllasúra), en í norðausturhorni óx
graslaukur, er notaður var í mat á sumrin og haustin.
I norðvesturhorni sáðgarðsins stóð smiðjan, og sneri timburþil henn-
ar með dyrum og glugga til hliðar í vestur, gegnt bæjardyraþilinu. Aust-