Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 114
110
MULAÞING
um að hvert barn fengi 15-20 handavinnustundir á þessu skólaári. Var
formanni skólanefndar falið að ráða kennara.“
Og 18. nóv. sama ár: ,,Rætt um á hvern hátt hægt væri að fullnægja
ósk námsstjórans um aukna kennslu við skólann. Samþykkt var að fela
formanni skólanefndar að gera tilraun til að ráða stundakennara er
önnuðust 2—3 stunda bóklega og verklega kennslu á dag. Með tilliti til
nemendafjölgunar og breytinga á kennslufyrirkomulagi telur skóla-
nefndin nauðsynlegt að komið verði upp annarri skólastofu til bóklegrar
kennslu auk húsnæðis til verklegs náms.“
21. okt. ári síðar er svo þetta bókað: „Formanni skólanefndar falið að
skrifa fræðslumálastjóra, varðandi byggingu viðbótarhúsnæðis til bók-
legrar og verklegrar kennslu.“
Eins og þegar hefur komið fram hér að framan var aldrei horfið til
þess ráðs að byggja við gamla húsið í þessu skyni og þegar í endurbætur
var ráðizt var það nýbygging.
Sú verkleg kennsla, sem fram fór á þessum árum var að mestu
framkvæmd í heimahúsum og að einhverju leyti í skólanum. Þeir kenn-
arar, sem sögðu til í þessum greinum um þetta leyti, voru:
Jón V. Kristjánsson kenndi smíðar hjá piltum (líklega) veturinn
1949-1950. Hið gamla hús Carls Guðmundssonar, kaupmanns — að
vísu komið í eigu Kaupfélags Stöðfirðinga — gegndi nú svipuðu hlut-
verki og um aldamótin því þar (og í sama herbergi) fór kennslan fram.
(J. K„ B. G. og B. K.). Einnig kenndi Jón smíðar heima hjá sér í As-
brún líklega veturinn 1957—1958. (J. K. og B. G.). Árið áður kenndi
Albert Brynjólfsson í Hjarðarholti piltum smíðar heima hjá sér og kona
hans Lovísa Ingimundardóttir kenndi stúlkum hannyrðir á sama tíma
og stað. (A. B. og L. I.). Auk þess að kenna bóklegar greinar kenndi
Hjördís Stefánsdóttir frá Hóli hannyrðir stúlkna í skólahúsinu veturinn
1959-1960. (H. S.).
Fyrst eftir að nýi skólinn var tekinn í notkun var innsta stofan þar
notuð fyrir verklega kennslu pilta. Sólmundur Jónsson kenndi þar ein-
hver ár og síðan Sveinn Ingimundarson árin 1970-1972. (S. I.). Eftir
það leiðbeindu Ingimar Jónsson og Hafþór Guðmundsson nokkur ár og
Ágúst Sörlason húsasmíðameistari hafði svo kennsluna með höndum
veturinn 1977—1978. Eftir það hefur smíðakennsla ekki farið fram, enda
húsnæðið löngu teppt undir annað. I stað þess hafa piltar notið kennslu
í sjóvinnugreinum auk kennslustunda í ýmsum hannyrðum. Sjóvinna
hefur verið kennd — þó ekki samfellt — frá 1974. Það vor kenndi Björn
Pálsson, en árið áður hafði raunar Hávarður Helgason örlítið leiðbeint