Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 42
40
MÚLAÞING
Líklegt þykir mér, að Magnús frá Húsey hafí reist baðstofuna í Gunn-
hildargerði einhverntíma á árunum eftir að hann hætti búskap, og
sennilegt er, að hann hafí séð þar um smíði fleiri bæjarhúsa. Þeir voru
gamlir nágrannar og góðir kunningjar, faðir minn og hann.
Arið 1905 var baðstofan farin að missíga, og var henni þá lyft og hún
rétt af og lengd um eitt stafgólf (u. þ. b. 3 álnir) til austurs. Var hún þá
orðin fjögur stafgólf á lengd og náði alveg að skemmu og stofulofti, með
tvöföldum timburvegg á milli. Þar hafði áður verið þykkur torfveggur,
sem fjarlægður var. Ekki mun hafa verið vanþörf á þessari stækkun
baðstofunnar, þar sem í heimili voru um þær mundir 14-16 manns.
Uppi var þessi viðbót baðstofunnar afþiljuð og nefnd hjónahús, en niðri
stækkaði pilthúsið að mun, og innra húsið (þá nefnt hjónahús) sömuleið-
is, því að skilveggur milli þeirra var færður til, svo að bæði herbergin
urðu svipuð að stærð. Guðlaug, systir mín, sem þá var orðin tíu ára,
man vel eftir þessum framkvæmdum og hefur lýst þeim fyrir mér. I
þessari baðstofu var búið þar til sumarið 1926, en þá var hún rifín.
Vorið 1925 voru bæjardyr, stofa, skemma og skemmuloft rifín og ný
baðstofa reist á sama stað, og sneri hún frá norðri til suðurs, þvert á
hina fyrri. Torfveggir voru á þrjá vegu, en timburveggur með fjórum
gluggum að austan, fram að hlaði. Timburþil með glugga var á risi
stafna baðstofunnar (til suðurs og norðurs). Þessi baðstofa var port-
byggð og með járnþaki. Hún var öll þiljuð innan, og var henni skipt í tvo
hluta uppi, með uppgöngu (stiga) í nyrðri hlutann. Niðri voru tvö her-
bergi (annað stofa) og bæjardyr (mjór, afþiljaður gangur) við norður-
vegg. Freistandi væri að geta sér til, að þarna sé komin skýringin á
orðunum: „stofuhús og bæjardyrahús í einu lagi“ og „Járn var á
baðst.“. Þessi baðstofa varð ekki íbúðarhæf fyrr en sumarið 1926.
Af framansögðu mætti draga þá ályktun, að í greinargerðinni um eldri
hús í Gunnhildargerði í bókinni Sveitir og jarðir í Múlaþingi hafí verið
blandað saman húsum, sem á jörðinni stóðu árið 1917, og húsum, sem
jörðinni fylgdu og fallin voru fyrir löngu, þótt getið sé réttilega í jarða-
mati, og þar við bætt baðstofu, sem varð íbúðarhæf og flutt var í árið
1926, níu árum eftir að jarðamatið var gert. Ef þetta er rétt til getið,
verða það að teljast óheppileg vinnubrögð, svo að ekki sé meira sagt.
Vera má, að unnt sé að fínna á þessari eldri-húsa klausu, kenndri við
„1917 (F'18)“, betri skýringar, en mér koma ekki aðrar í hug.