Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 211
MÚLAÞING
207
Helga á Helgafelli. Sendi hann mér bréf
það sem hér fer á eftir:
„25/4 1982
Magnús skáldi var Sigurðsson, launson-
ur Sigurðar beykis á Eskifirði Olafssonar.
Sá Ölafur var bróðir Eiríks föður Sigurðar
Breiðfjörðs.
Móðir Manga skálda, eins og hann var
kallaður oft, var Þorbjörg dóttir Jóns, sem
kallaður var ,,Vídalín“, Oddssonar. Um
þessa ættfærslu má lesa í Ættum Austfirð-
inga.
Sigurður beykir var hagorður vel, en
þótti heldur níðskældinn var mér sagt.
Ymislegt orti hann, en ekki veit ég hvar
eða hvort það er nokkurs staðar að finna.
Ég kann bara eina vísu eftir hann, líklega
af því að hún er um langömmu mína, Mar-
gréti á Geirólfsstöðum:
Hefir bruggað Helga tál,
harm og mæðu langa.
Geymir ekki góða sál
Geirúlfsstaða Manga.
En hún gat svarað fyrir sig og sagði:
Kerksni og skömmum kámaður
kveður smánarbragi
Siggi beykir, sá hefur
sál af verra tagi.
Sumir segja að það væri Helgi, maður
Margrétar, sem svaraði Sigga. Hann var
sonur Hallgríms í Sandfelli.
Magnús skáldi var víða hér á Héraði,
ekki frekar í Fellum en annars staðar.
Nafnið „Fellaskáld“ gæti staðið í sam-
bandi við það að hann orti sveitarbrag um
alla bændur, og ég held einnig húsfreyjur, í
Fellum. Þeir faðir minn og Runólfur á
Hafrafelli kunnu þennan brag og mikið af
honum hefur faðir minn fest á blöð. Er ég
að reyna að tína þetta saman.
Þá er það kveðskapurinn um heimilis-
fólkið á Ási. Séra Vigfús er þar prestur
1854-1874. Árið 1860 er Magnús á Ási og
allt þetta fólk sem nefnt er í vísunni, sam-
kvæmt sálnaregistri Ássóknar. Þau Árni-
björn og Soffía eru þar skráð ásamt börn-
unum þrem er Mangi nefnir. Ingibjörg
deyr 13 ára 1861 og raunar Stefán líka, þá
7 ára, en þau Soffía og Árnibjörn hafa átt
annan dreng með þessu nafni, sem ekki er
fæddur þegar Mangi er á Ási, eða þetta
þykir mér trúlegast.
Alexander vinnumaður er Jónsson,
sennilega sá er síðar bjó á Krossi í Mjóa-
firði (nr. 4044 í Æ. Au.) faðir Stefáns á
Háreksstöðum.
Björn vinnumaður er Pálsson, líklega
gullsmiðurinn síðar á Refsstað í Vopna-
firði.
Eyjólfur vinnumaður er Guðmundsson,
gæti verið sá er bjó á Sauðahlíðarseli og fór
til Ameríku.
Elín vinnukona er Gísladóttir, gæti hafa
verið dóttir Sel-Gísla (nr. 7669 í Æ. Au.).
Sigurbjörg vinnukona er Magnúsdóttir,
sé ekkert sem gæti átt við hana, né heldur
Guðfinnu vinnukonu, hún er Nikulásdótt-
ir.
Gróa er Halldórsdóttir og móðir Alex-
anders vinnumanns.
Auk þessa fólks voru á Ási þetta ár tveir
ungir tökudrengir, Hallgrímur Hallgríms-
son og Sveinn Guðmundsson. Hefir Manga
ekki þótt taka því að nefna þá.
Með bestu kveðju.
Helgi Gíslason.“
Hafi Helgi heila þökk fyrir bréfið.
— S. 0. P.
HVER ER
HÖFUNDURINN?
Alþekkt. er að hagyrðingar, ekki síst þeir
sem kveða mikið, gleyma ýmsum af vísum
sínum og það jafnvel svo rækilega að þeir
þekkja þær ekki aftur er þeir heyra þær
síðar, eða sjá og þekki ég mörg dæmi til
þessa. Þarf því engan að undra þótt stund-
um sé deilt um hver sé höfundur þessarar
vísunnar eða hinnar.