Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 151

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 151
MULAÞING 147 símastaurar af völdum snjóflóða á svæðinu milli Blóðbrekku og Blauta- botns. Eftir að við komum á skarðið blésum við í lúðurinn og höfðum annan hávaða í frammi til að koma af stað snjóflóði sunnan við skarðið ef það væri tilbúið að fara, en ekkert gerðist. Tók þá Þorsteinn við töskunni, því hana hafði ég borið alla ferðina, en ég tók við þakklæti og 10 krónum í borgun. 011 launin sem pósturinn hafði fyrir ferðina munu hafa verið innan við 30 krónur, og af því átti hann að kosta ferðina að öllu leyti. Ég beið á skarðinu þar til Þorsteinn var kominn niður fyrir alla snjó- flóðahættu. Þá hélt ég heim, lítið ríkari af fjármunum, enda ferðin ekki farin til að verða ríkur, en ég varð ríkari af reynslu sem mér hefur komið vel síðan. Eins og áður er getið hafði Þorsteinn þessar póstferðir til ársins 1924. Þá tók ég við þeim, en var þá búinn að fara margar ferðir með Þorsteini eða fyrir hann, meðal annars fór ég allar ferðirnar fyrir hann veturinn 1922-1923 er hann dvaldi á sjúkrahúsi. En um áramót 1924-1925 tók ég alveg við ferðunum og hafði þær til ársloka 1940. Mér telst svo til að ég hafi þá samtals verið búinn að fara 120 ferðir með póst þessa leið. Ymsir spurðu mig hvers vegna ég hefði hætt þá aðeins 47 ára gamall. Ég svaraði því til, að þótt oft væri gaman að vera á fjöllunum þá væri það ekki alltaf neinn leikur. Læknirinn minn, sem þá var Pétur Thor- oddsen, var einhvern tíma að skoða mig um það leyti, og hann sagði — að ef ég vildi lifa lengur ætti ég að hætta póstferðunum strax, því ef ég héldi þeim áfram gæti ég átt á hættu að detta niður dauður þegar minnst varði. Eg sagðist að vísu enga langlíílstryggingu hafa hvort sem væri og það skipti þá ekki máli hver ástæðan væri, en læknirinn færði þó það haldbær rök fyrir máli sínu um heilsu mína og líkamsbyggingu, að svona erfitt starf þyldi ég ekki, eða það gæti hæglega orðið mér ofraun, að ég ákvað að hætta um næstu áramót. Þetta var snemma sumars 1940, en starfinu átti að segja upp með sex mánaða fyrirvara og það var gert. Ekki var það alveg sársaukalaust að hætta þessum starfa. Þótt það væri oftast erfitt átti ég samt margar ógleymanlegar ánægjustundir uppi á fjöllunum. Eg var yfirleitt heppinn með veður eins og séra Þorsteinn spáði, og svo var þetta ágæta fólk á leið minni, fólk sem allt vildi fyrir mig gera eftir því sem í þess valdi stóð. En heima átti ég konu, ung börn og aldraða móður, þar var allt mér kærast og þar hafði ég mestum skyldum að gegna. Auðvitað hlaut læknirinn að hafa vit á hvað ég mætti ekki bjóða mér.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.