Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 63

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 63
MULAÞING 59 vinkilbeygja á veginum. Er hann því mjög varasamur í dimmviðri. Ætlar Arni nú að taka stefnu á Tjarnarás, sem er á háheiði. Hann hefur engin kennileiti til að styðjast við og sér ekkert frá sér. Er hann hefur gengið það lengi, að hann hefði átt að vera kominn á Tjarnarás, verður hann þess var að hann er búinn að tapa réttum áttum og er orðinn villtur. Alltaf er sama logndrífan og komin hnéófærð. Ætlar hann þá að taka slóðina sína til baka, en er hann hefur gengið smáspöl er slóðin horfin. Heldur hann nú áfram göngunni lengi án þess að vita hvert stefnir og alltaf helst sama veðrið. Stansar hann loks og fer að hugsa um í hvert óefni sé komið. Þegar Árni lagði af stað heiman frá sér daginn áður hafði hann lokað hundinn sinn, Bobba, inni en hann hafði sloppið út og náð honum fljótt. Bobbi hafði alltaf labbað á eftir honum til þessa. Nú þegar Árni er stansaður, villtur og farinn að þreytast, verður honum það fyrir að hann fer að klappa Bobba og tala við hann eins og mann, segir honum meðal annars að nú verði hann að fara á undan sér heim; og það er engu líkara en Bobbi skilji hvað hann á að gera. Árni segir við hann og klappar honum um leið: ,,Nú förum við á stað heim og þú ferð á undan.“ Bobbi labbar þegar á stað og fer nú alveg í vinkil við það sem Árni hafði farið áður. Fer hann nú í slóðina á eftir Bobba, en svo var dimmt að hann sá ekki alltaf til hans og var hræddur um að tapa af honum. Kallaði hann stundum til hundsins en hann kom aldrei til baka, bara gelti við og við. Svona halda þeir lengi áfram þangað til fyrir þeim verður árgil. Fer Bobbi ofan í gilið, en Árni heldur að betra muni að ganga niður með gilinu hægra megin. Kallar hann nú á Bobba, hann er tregur til að koma upp úr gilinu en gerir það að lokum. En nú bregður svo við, að hann vill ekki fara á undan lengur. Fer nú Árni niður með gilinu og gengur það vel, en veit ekkert hvar hann er fyrr en hann er kominn niður á sléttlendi. Var þar dálítið bjartara. Höfðu þeir hitt á Forviðará uppi í samnefndum dal og farið með henni niður í Víðigróf. Þegar Árni sér hvar hann er staddur þakkar hann forsjóninni fyrir hve vel rættist úr með þessa erfiðu ferð. Er hann nú sem allur annar maður, klappar sínum trygga hundi, Bobba, og gengur hægt á stað út dalinn. Finnur hann nú að hann er orðinn sársvangur og þreyttur, en hann hafði verið nestislaus, og komið kvöld. Gengur hann nú út dalinn og heim að Vatnsskógum. Þarf ekki að orðlengja það að hann fékk þar hinar bestu móttökur og gisti þar um nóttina. Morguninn eftir var kominn norðaustan bylur og frost en ratbjart. Árni kom við í Hjarðarhlíð hjá Bergþóri Bjarnasyni, stansaði þar góða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.