Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1997, Page 10

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1997, Page 10
Múlaþing Kladdadagbók stýrimanns Svo vel vill til að varðveist hefur afrit af kladdadagbók (minnisbók) undirrituð af Asgeiri Jónassyni, 1. stýrimanni á Sterling. Hér er birt orðrétt afrit af henni, aðeins leiðréttar stafavillur, og þess getið ef fleira er lagfært. Ásgeir hefur ritað nafn sitt undir hverja færslu en hér er nafn hans einungis sett við lok bókarinnar: Þriðjudagurinn 2. maí Um kl. 9 f.h. var farið með mótorbáta og fólk frá Seyðisfirði um borð og haldið áfram að bjarga því sem óskemmt var og vörum á millidekkinu, og lausum áhöldum skipsins og allt framkvæmt undir umsjón manns sem sýslumaðurinn á Seyðisfírði hafði kjörið til að hafa eftirlit með því. Verið að því allan daginn og fram yfir miðnætti. Var þá búið að bjarga því sem hægt var af [úr] lestinni og mestu af skipsins lausa dóti. Annar stýrimaður og Baldur Einarsson leystir af, í staðinn komu til eftirlits þriðji stýrimaður og Ásmundur Magnússon háseti, og voru þeir um borð um nóttina. Sléttur sjór. Skipið alveg kyrrt, sjór það mikill í skipinu að í því féll út og að, eins og í sjónum. Miðvikudag 3. maí KI. ca 5.30 f.h. kom björgunarskipið e/s Geir. Var frá því sendur kafari og látinn skoða sjávarbotninn og ástæður allar fyrir utan og undir skipinu, mælt dýpi o.fl. Með e/s Geir kom fulltrúi vátryggingarfélagsins til yfirlits og ákvarðana. Snemma um morguninn komu frá Seyðisfirði skipstjóri og fyrsti stýrimaður, sem þar höfðu verið til að ráðstafa björguðum vörum og undirbúa sjóprófíð sem haldast átti 3. maí. Fóru þeir rétt strax aftur inneftir til að mæta þar, en því var breytt og ákveðið að það [sjóprófið] skyldi haldast í Reykjavík. Fóm þá aftur á strandstaðinn fyrsti stýrimaður og annar vélstjóri og héldu til í e/s Geir. Brim hafði verið um daginn og fór heldur vaxandi og var því ómögulegt að gjöra neinar björgunartilraunir. Hinar björguðu vömr vom sorteraðar í landi, skrifaðar upp og borið saman við farmskrámar. Fimmtudag 4. maí Kl. 7 f.h. var byrjað að setja mótordælur um borð í e/s Sterling frá e/s Geir og byrjað að dæla frá vélarrúmi um kvöldið kl. ca 11. Var[ð] það svo þurrt að hægt var að kveikja upp undir kötlunum og var það gjört. Fólk frá landi kom um borð og sagðist eiga að bjarga vömm, tóku þeir dálítið upp úr sjónum af ýmsu dóti í II. lest, en vom sendir aftur af fulltrúa vátryggingarfélagsins með það sem þeir höfðu tekið. Veður var hið besta allan daginn, brimið minnkaði eftir sem á daginn leið, þrátt fyrir hækkandi sjó.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.