Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1997, Side 18

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1997, Side 18
Múlaþing Víða sáust hjer um slóðir spýtur úr Sterling, því það sem nothæft var, var notað í hús og annað sem lagfæra þurfti. Efnið var að uppruna gott. Mahogni þiljur voru víða innan í skipinu en yfirleitt fór þetta svo smátt, að til lítilla nota varð. Sigurðw hreppstjóri Jónsson á Þórarinssstöðum (f.1868 d.1941 ),fóstri Sigurðar Magnássonar, greinarhöfundar. Minnisstæð nótt við björgun reka Það var um kvöldið þann 15. maí að Þórarinn Sigurðsson, sonur fóstra míns, kom heim neðan af Eyrum með þá frétt að það væri farið að reka úr Sterling. Úti var utankaldi allsnarpur, trúlega 4-5 vindstig, og rigning. Þessi firétt varð til þess að fóstri minn, sem var hreppstjóri Seyðis- fjarðarhrepps, ákvað að unnið skyldi að björgun þess sem ræki á fjörur. Að heiman fóru allir verkfærir menn úr báðum bæjunum til björgunarstarfa. Ekki var ég beðinn um að fara enda ekki nema 13 ára. Veðrið var líka vont. Mér var sagt að fara í rúmið um það leyti sem aðrir bjuggu sig til ferðar niður að sjó. Ingimundur fóst- bróðir minn fór með til björgunarstarfa, enda 4 árum eldri en ég, en lítið eða ekkert hærri í loftinu. Eg var bráðþroska og þótti stór eftir aldri. Mér þótti því súrt í broti að verða af þessu ævintýri, að vinna að björgun rekans. Ég fór þó upp á herbergi mitt og háttaði en hugurinn var þó allur við björgunarstörfin. Það var víst vonda veðrið sem réði því að ég var ekki tekinn með. Kannski ekki átt nógu góð hlífðarföt. Þegar ég var háttaður greip ég eina af sögum A. Connan Doyle Morðið í Lauristongarðinum, spennandi lög- reglusögu þar sem Sherlock Holmes leysti allan vanda. Þótt sagan sé spennandi, tókst mér ekki að festa hugann við hana, heldur var hugurinn niður í fjörunni. Ég lagði frá mér bókina og fór að klæða mig. Um hálf ellefu um kvöldið var ég búinn að fara í þær skjólflíkur sem ég fann bestar til að verjast regninu en ekki voru þær allar við minn vöxt. Það stóð enginn heima, sem þá var einungis kvenfólk, gegn því að ég færi til björgunarstarfa, enda sáu þær víst, blessaðar stúlkurnar, hvemig mér leið. Fóstra mín, Þórunn Sigurðardóttir, var látin þegar þetta var en ráðskonan á Þórarinsstöðum, Guðfínna Sigurðardóttir, reyndi að koma mér í fóstru stað, og var mér alltaf góð. Þegar ég kom niður á Gullsteinseyrina voru þar fyrir menn og vom búnir að ná miklu af timburbraki og hveitisekkjavöru 16
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.