Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1997, Page 118

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1997, Page 118
Múlaþing Gunnlaugur Jónsson Snœda! (en ekki Vilhjálmur Gunniaugssonfrá Eiríksstöðum eins og er í Oðins- greininni (samkvœmt Páli Pálssyni frá Aðalbóli) hafði þegar vorið 1848 brauðaskifti við Þor- grím prest Amórsson á Húsavík. Jón prest- ur var maður sögufróður, en þótti nokkuð einrænn og skrítinn í háttum, en vandaður maður var hann og meinhægur (d. 1867, 77 ára). Eins og nú var sagt, kom síra Þorgrím- ur að Hofteigi 1848. Var hann skörungur mikill, hinn mesti búmaður, og hefur eigi í annan tíma verið meira búið í Hofteigi. Ljet hann mjög til sín taka um allar þarfír bænda og sveitarinnar. Hlífði hann sjer hvergi, er menn þurftu hjálpar við. Er það í frásögur fært einn harðan vetur, að hann tók fyrst fje rnanna, sem í heyþrot komust, meðan rúm leyfði í hlöðum þeim, sem búið var að gefa úr, fylti hvem krók í bænum er til vanst, og ljet að síðustu rífa innanbygginguna úr stof- unni til að láta þar inn fje. Var hann mikils metinn af Jökuldælum. En eigi þótti hann hófsmaður til víns og ásta, svo það varð mönnum þymir í augum. 1864 hafði síra Þorgrímur brauðaskifti við síra Þorvald Ás- geirsson í Þingmúla, og ljest þar 27. des. 1868, 59 ára gamall. Þorvaldur prestur var hið mesta glæsimenni í hvívetna og höfð- ingi í lund, enda einkar vinsæll. Var hann sömuleiðis búmaður góður risnumaður mikill og híbýlaprúður; bætti hann og mjög húsagerð þar í Hofteigi (d. 1887, 51 ára). Blómatíð dalsins er vafalaust aðallega frá því fyrir og um miðja öldina sem leið til þess er askan fjell á annan í páskum 29. marz 1875. Á því tímabili var Jökuldals- heiðin albygð, svo þaö hefur eigi verið eins áður nje síðan. Líka vom þá tekin upp ný- býli á dalnum, sem áður höfðu verið í eyði eða eigi áður bygð, svo sem Gauksstaðir, Fossgerði, Brattagerði, Þorskagerði og Grand. Sauðijárræktin var þar á háu stigi, og þaðan fengu Þingeyingar kynbótaíje það, sem mestan bata gerði ljárkyni þeirra. Aðfaranótt þess 11. janúar 1873 fjell nokkur aska á Jökuldalnum; var hún dökk- grá að lit. Þorðu sumir eigi að beita skepn- um fyrst á eftir, af því að einhver ólyfjan kynni að vera í öskunni. Lá þykkur logn- snjór áður á jörðinni. Höfðum við bömin gaman af að hlaupa úti um daginn, því dökkgrá askan stakk svo af við hvíta mjöll- ina í föranum okkar. En skamt var að bíða stærri tíðinda, er eigi voru neitt leikfang fyrir böm. Seint á Jólaföstu 1874 fóru menn að verða varir við jarðskjálfta á Jök- uldalnum. Voru þeir allharðir, svo að hús manna hristust talsvert; en eigi hröpuðu þau neinstaðar. Urðu þeir því strjálli sem nær leið gosinu. Veður var hið besta á páska- daginn og 10 stiga hiti á R. Er það óvana- legt á Jökuldal á þeim árstíma. Roði var enginn á lofti um daginn, þó það væri venjulegt þann vetur, en öskugráar blikur vora í loftinu, fóra þær vaxandi er leið á dag og um kvöldið lagði biksvartan mökk upp frá ijöllunum. Allhvast var af suðvestri 116
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.