Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1997, Side 131

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1997, Side 131
Oddbjörg Sigfúsdóttir Síðasti förumaðurinn í F ellum Mig langar að minnast Bjarna Árnasonar sem lengi var meðal Fellamanna. Skiptar skoðanir hafði fólk um orðbragð hans og skaplyndi svo ýmist gat það vakið hneykslun eða hlátur. Þó munufœstir hafa tekið alvarlega það sem þaut í Bjarna ef marka má ummœii Einars Sigbjörnssonar í Ekkjufellsseli við Sigfús Guttormsson á Krossi: „Þegar hann er hjá mérþá talar hann illa um þig og þegar hann er hjá þér talar hann illa um mig. “ Gera má ráð fyrir að geðslag Bjarna hverju sinni hafi ráðið mestu um tilsvörin en hann þótti alltaf dálítið sérstakur. Hann sagði eitt sinn að ung húsfreyja hefði sagt honum að hún teldi hann hvorki í húsum hœfan né í kirkju græfan. Það er því allsendis óvíst að Bjarni verði talinn hœfur á prenti. Eftirfarandi minningabrot eru byggð á kynnum mínum afBjarna, sem þá var orðinn gamall. Eg veit þvífátt um fyrri hluta œvi hans, nema helst það sem hann talaði um sjálfur. 1 þessum minningum œtla ég að gefa Bjarna orðið annað slagið í Ijósi ummœla Hannesar Sigurðssonar, bónda íHrafnsgerði: „Það er nú alltof mikið aðfara að amast við honum dauðum. “ Bjarni Árnason var fæddur á Seyðisfirði 4. okt. 1885. Föðursinn missti hann ungur en var komið í fóstur til aldraðra hjóna. Þar sagði hann að sér hafi liðið best á ævinni. Móðir hans giftist aftur og tók Bjama til sín nauðugan. Sagðist hann aldrei gleyma því hvað hann hefði grátið mikið þegar hann varð að fara. Honum samdi ekki við stjúpa sinn og bar honum illa söguna. Bjami Ámason þótti varla meðalmaður á hæð en frískur á fæti og snar í snúningum, svartur á hár og skegg, með hvítar jafnar tennur, breiðleitur og fór andlitssvipurinn eftir skaplyndi hverju sinni. Skyndilega gat Myndin til vinstri sýnir Bjarna í heyskap á Krossi. Ljósmyndari ókunnur. andlitið uppljómast í brosi, og komið hrossahlátur, eða myrkvast af heift og fylgdu þá jafnan blótsyrði. Hann var talsvert hjólbeinóttur eða kringilklofa, eins og það var kallað. Bjami mun hafa komið á Hérað af Eskifirði og vistast fyrst hjá Steindóri Hinrikssyni á Dalhúsum en síðar á fleiri bæjum í Eiðaþinghá. Hann hljóp þá marga kaupstaðarferðina yfir Fjarðarheiði til Seyðisljarðar og aftur heim að kvöldi, með allþunga bagga á bakinu. Átti hann síðar marga erfiða ferð yfir ijallvegi milli íjarða og Héraðs, oft í misjöfnum veðmm og færð. I einni slíkri ferð, yfir Eskiijarðarheiði, kól stómtána á öðmm fætinum. Bjami tók þá upp vasahníf og skar hana af. Bjami þótti duglegur ferðamaður og ábyggilegur í 129
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.