Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1997, Síða 147

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1997, Síða 147
Jón fótalausi Mig langar til að rekja sögu Jóns og Guðrúnar dálítið aftur í tímann, þótt ekki verði það nákvæmt því erfitt er að afla upplýsinga um þau. Jón Sigurðsson var fæddur 22. sept- ember 1856 á Gestshúsum á Alftanesi í Gullbringusýslu og voru foreldrar hans Sigurður Arnason, hreppstjóri, og Gróa Oddsdóttir. Jón var tvíburi og hét bróðir hans Oddur Ami. A unglingsámnum var Jón í vinnumennsku að Bessastöðum hjá Grími Thomsen. Hafði Jón orð á því hve gott hafi verið að vera hjá Grími. Síðan flytur Jón austur á land og dvelur hjá Pétri Guðjónsen verslunarstjóra á Vopnafirði. Þaðan fer hann svo að Nesi í Loðmund- arfírði en mun hafa stundað sjóróðra frá Öldunni á Seyðisfirði, því þegar hann lendir í hrakningum þeim sem leiddu til þess að hann missti fætuma, var hann skráður að Nesi. (Hrakningasaga Jóns er birt í Eimreiðinni 1923 og endurprentuð í Múlaþingi 9. ári 1976. Sjá einnig frásögn Sigmundar Long hér á eftir). Þann 28. maí 1895 giftist Jón Guðrúnu Sigríði Krist- jánsdóttur frá Bakkagerði við Reyðarfjörð, fæddri 24. apríl 1865. Foreldrar hennar vom Kristján Longsson og Eleonora Sig- urðardóttir. Guðrún mun hafa verið ekkja er hún giftist Jóni, því hún er talin í kirkjubókum hafa gifst 1891 á Reyðarfírði og flust þaðan upp á Fljótsdalshérað. Guðrún eignaðist þrjú börn með fyrri manni sínum og dóu þau öll ung. Með Jóni átti Guðrún eina dóttur og hét hún Gróa Ragnheiður, fædd 1895, sama árið og þau giftust. Um aldamótin, eða 1901, flytja þau Jón og Guðrún til Neskaupstaðar og vom þar til dauðadags. Jón andaðist 2. janúar 1931 en Guðrún 24. júní 1938. Úr dagbók Sigmundar Long „29. nóv. 1880: Norðan ofsarok með frosti töluverðu, versnaði er á daginn leið. Vom nokkrir bátar á sjó og komust nauð- uglega að landi en haldið er að farist hafí „Margrjet“ frá Baldurshaga. A henni vom Þorsteinn Þorsteinsson, Jóhann Ringsted, Jón Valdimarsson og Jón Sigurðsson, allt vel röskir menn. [Næstu tvo daga var hægara veður, en átt óbreytt. 2. desember snerist stormur í norðvestur með kófí og 19 gr. frosti.] 3. des. Sama veður og frost. Mennimir á „Margréti“ komust til skila og hafa legið undir Bjarginu nú í 8 dægur eða meira matarlausir. [Og nú líða dagamir til 19. janúar:] 19.jan. 1881: Nú um nokkum tíma hafa bæði Zeauthen og Kjerúlf [læknarnir á Austurlandi] verið hér á Seyðisfírði og hafa tekið báða fætur af 3 mönnum er vóru á „Margrjeti“ og alla fmgur af 4ða manninum á Vestdalseyrinni.“ Athugasemd: Hér kemur fram að fleiri en Jón Sigurðsson misstu fætur, og að mér, sem þetta skrifa, læðist gömul minning frá bamsaldri upp úr 1920. Þá heyrði ég fyrst þessa voðasögu. Sagt var að einn hefði haldið fótunum vegna þess að hann gætti þess að vera með stígvélin full af sjó allan tímann undir Bjarginu. Það hefur verið Jón Valdimarsson. Sigmundur Long segir: „Jón Valdimarsson var óskemmdur“. Armann Halldórsson 145
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.