Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 5

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 5
Ritnefnd hefur orðið I fjórða þætti Odysseifskviðu segir Hómer stuttlega frá Próteifi, hinum sterka Sjávaröldungi sem átti til að „bregða sér í allra skriðkvikinda líki, þeirra er á jörðu eru, og í vatnslíki, og í eldslíki brennanda." Til sanns vegar má færa að þýðendur og tímarit þeirra, Jón á Bægisá, eigi ýmislegt sammerkt við Próteif hinn egypska. Dóttir hans, gyðjan ídóþea, réð Oddysseifi til að ná tökum á honum: „Getir þú með nokkru móti gert honum fyrirsátur og handtekið hann, þá mun hann segja þér leið þína og alla vegarlengd, og hvemig þú megir aftur heim komast yfir hið fiskauð- uga haf; og óskir þú þess, seifborni maður, mun hann þá og segja þér bæði ill og góð tíðindi, þau er orðið hafa á heimili þínu, meðan þú hef- ir burtu verið á hinni löngu og ströngu leið.“ Af þýðendum er þess ekki einasta vænst að þeir fái brugðið sér í allra kvikinda líki, heldur einnig að þeim auðnist með iðju sinni að flytja tíð- indi sem máli skipta, bæði góð og ill, milli þjóðtungna og menningar- svæða, og greiði þannig fyrir auknum skilningi á framandi mönnum og málefnum, sem skyldi stuðla að víðsýni og umburðarlyndi. Þessu miðlunarhlutverki hefur Jón á Bægisá leitast við að gegna með ýmislegu móti. Stundum hefur ritið lagt áherslu á ákveðin svæði eða til- tekin stef. Þannig var annað heftið (1995) helgað norrænum bókmennt- um í bundnu máli og óbundnu, þriðja heftið (1997) bókmenntum Kanada- búa af íslenskum ættum og fjórða heftið (1999) barnabókmenntum. Fyrsta heftið (1994) fór hinsvegar um víðan völl, og sama er að segja um fimmta heftið sem nú sér dagsins ljós. Hér er semsé víða leitað fanga og höfundarnir æði sundurleitir bæði um efnisval og efnistök, en allir bregða þeir óvæntu ljósi á viðfangsefn- in og segja þannig frá, að unun er að lesa textana. Óregluleg útkoma Jóns á Bægisá á undanförnum árum hefur ekki stafað af skorti á þýddu efni, heldur fjárhagserfiðleikum sem meðal ann- ars mátti rekja til þess að áskrifendur voru misjafnlega skilvísir. Þýðend- ur og greinahöfundar hafa af miklu veglyndi unnið kauplaust til þessa, fá/t d - SYNDAFLÓÐIÐ KEMUR EFTIR OKKAR DAG 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.