Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 78

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 78
Bharati Mukherjee „Af hverju ertu alltaf að setja út á mig?“ „Við hvern varstu að tala?“ „Á ég nú að gera grein fyrir hverju símtali og hverju fótmáli?" Hún bindur reiðilegan hnút á slæðuna. En hún segir mér það. „Ég var að tala við Meg Kearns. Hún sagði að Kearns læknir hefði farið á veiðar." „Frábært!" „Hún sagði að hann væri með símboðann á sér.“ Ég heyri að bakdyrnar eru stífar og að Sharon blótar. Hún bjástrar við lok- una. „Juggaðu henni varlega fram og til baka,“ kalla ég og stika niður stig- ana. En áður en ég næ niður er Nissaninum hennar bakkað út af planinu. Eng er í miðjum draumi eða með óráði þegar ég kem upp aftur. „Þeir náðu ömmu!“ æpir hún. Hún stífnar öll á rúminu. Þetta er rúm með fjór- um stólpum, himni og pífum og öðru dóti sem Sharon keypti og borgaði með greiðslukortinu. Tvíburarnir sváfu í kojum. Þetta var öðruvísi með tvíburana, allt öðruvísi. Hefðbundnar aðferðir duga ekki á Eng, á okkur. „Hún kom með mat,“ öskrar Eng. „Hún kom með mat úr skóginum. Þeir skutu ömmu! Kvikindi!“ „Eng?“ Ég þori ekki að snerta hana. Veit ekki hvernig ég á að bera mig að. „Skaust þú ömmu?“ Hún lemur loftið með mjóum handleggjunum. Nú sé ég rispurnar, litla hringi upp eftir handleggjunum innanverðum. Sumar hljóta að vera nokkurra vikna gamlar, þær eru svo gular. Sár og fleiður tvíburanna urðu aldrei svona gul. Ég kemst ekki hjá að velta því fyrir mér hvort sár verði öðruvísi á austurlenskri húð en okkar, jafnvel þótt ég vilji trúa að húð sé bara húð og þá sérstaklega þegar um hennar húð er að ræða. „Ég vil vera hjá ömmu. Amma elskar mig. Ég vil vera draugur. Ég vil ekki að mér batni." Ég les fyrir hana. Ég les fyrir hana vegna þess að góðir foreldrar lesa fyr- ir börnin sín þegar þau eru veik. Ég vil fara rétt að. Ég vil vera góður fað- ir. Ég les úr vísindaskáldsögu sem Sharon hlýtur að hafa keypt. Hún vinnur í ljósmyndavöruverslun við hliðina á bókabúð. Ég les þrjár síður upphátt, les síðan fjóra kafla fyrir sjálfan mig af því Eng er hætt að hlusta. Geimverur hafa hertekið smábæi um öll Bandaríkin. Idaho, Nebr- aska — ekkert ríki er óhult fyrir geimverunum. Einhvern tíma eftir tvö hringir síminn. Þar sem Sharon svarar ekki eft- ir fyrstu hringingu veit ég að hún er ókomin. Hún fer með þráðlausan síma um allt hús. I bíómyndum geta löggurnar lagst á dyrabjölluna þeg- ar þær hafa slæmar fréttir að færa, þær nota ekki síma. Sharon kemur 76 á J&ayúiá - Tímarit þýðenda nr. 5 / 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.