Jón á Bægisá - 01.11.2000, Page 94

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Page 94
Maureen Arnason Ég synti lengra út og vatnið var djúpt, svart og ískalt. Innan fárra mín- útna var Sara búin að safna saman hópi af sundfólki og ég heyrði hlátra og köll þegar það kom út í kalt vatnið. Ég kallaði til hópsins og þegar þau komu nær sá ég að eingöngu stúlkurnar höfðu komið að synda. Strákarn- ir voru við eldinn, hrópuðu klúryrði og kölluðu til okkar að koma upp úr. Shirley synti alltaf að rifinu og stóð á höndum. Linda sagði henni að vera kyrr á dýpinu því að enginn vildi þurfa að horfa á feitan, beran rass- inn á henni. Carol byrjaði að hlæja taugaveiklunarhlátri, svelgdist á og fór á kaf. Rósa hélt að hún væri að drukkna og tók hana björgunartaki. Carol fór fyrir alvöru að svelgjast á og varð að vaða upp á grynningarnar til að ná andanum. Við hinar vorum á dýpinu, stungum okkur og skvett- um hver á aðra. Strákarnir héldu áfram að kalla til okkar að koma upp úr og slást í hópinn. Það hafði heldur lygnt og tónlistin heyrðist vel yfir vatnið. Sara fór fyrst upp úr. Hún nálgaðist eldinn, dökka skuggamynd hennar bar við logana. Síðan steig hún inn í hlýjan, gulan bjarmann frá eldinum. Vatn- ið rann í taumum úr hári hennar, niður bakið og fæturna og niður í sand- inn. Hún stóð alveg kyrr eitt andartak. Allir fóru að hrópa og klappa í takt við tónlistina. Hún starði aðeins lengur í eldinn en fór svo að dansa. Fyrst hreyfði hún sig í útjaðri ljóssins en dansaði svo nær eldinum. Ég heyrði Rósu hlæja við hlið mér. Ég horfði á hana synda í land og ganga yfir sandinn í átt að ljósinu. Fagnaðar- og hvatningaróp hóldu áfram og óg horfði á sundstúlkurnar fara upp úr vatninu eina af annarri og hefja dansinn. Þegar ég hlustaði á tónlistina áttaði óg mig á að ég þekkti hana ekki lengur. Hún virtist hvorki gömul né ný. En dansinn - dansinn virt- ist ævagamall og kunnuglegur. Ég tróð marvaðann, falin í myrkrinu. Ég heyrði kallað til mín. Nú var komið að mér að koma og dansa. Ég sneri mér frá eldinum og horfði yfir svart vatnið sem breiddi úr sér í kulda- legu, grænu ljósinu á bryggjunni. Ég stakk mér á kaf og byrjaði að synda, skar vatnið. Mig verkjaði í handleggi og fótleggi af kuldanum. Ég gat ekki lengur heyrt tónlistina undir yfirborðinu en ég fann titringinn frá henni. Vatnið varð hlýrra umhverfis mig. Ég fann líkama minn hreyfast með titringnum frá tónlistinni, hreyfast í takt við dansinn. Sólveig Jónsdóttir íslenskaði 92 á .fficsptdá — Tímarit þýðenda nr. 5 / 2000
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.