Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 44

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 44
Karen Blixen „Fiskurinn,“ segir hann, „er sú lífvera sem hvað vandlegast og ná- kvæmast er sköpuð í mynd Guðs. Allt miðar að velferð hans, og af þessu má draga þá ályktun að hann beri sig einsog Hann hefur til ætlast. Maðurinn getur aðeins borið sig um á jörðinni og er bundinn henni. Þó styður jörðin hann einungis undir smáum skósólum hans; sjálfur verður hann að bera þunga sinn og andvarpa undir honum. Af tali gömlu fiskimannanna hefur mér skilist að hann verði sí og æ að ganga um hæðir þurrlendisins; það getur hent sig að hann velti ofan af þeim og þá mætir jörðin honum af fullri hörku. Jafnvel fuglarnir, sem hafa þó vængina; ef þeir þroyta ekki flug sitt bregst þeim himinninn sem þeim er ætlaður, og þeir hrapa. Okkur fiskum er haldið uppi og við studdir á alla vegu. Við troystum fyllilega á efnið sem við hrærumst í. Við syndum í allar áttir, og hvert sem við stefnum, lætur hinn mikli vatnsveggur undan, af einskærri virð- ingu fyrir dyggðum okkar. Engar hendur höfum við, svo ekkert getum við byggt, og aldrei freist- ar okkar heimskulegur metnaður til að breyta því sem fyrirfinnst í ver- öld Guðs. Við sáum ekki og erfiðum ekki: þessvegna fara engin áform okkar úr böndum og engar vonir bregðast. Hinir mestu á meðal okkar hafa í djúpunum fundið hið algera myrkur. Og mynstur alheimsins sjá- um við auðveldlega, því við horfum á það neðan frá. Við berum með okkur, á þessum sundferðum okkar, vitund um at- burðarás sem er einstaklega vel til þess fallin að sanna okkur þau forrétt- indi sem okkur eru ætluð, og til að viðhalda samkenndinni. Þetta þekk- ir maðurinn einnig, en í samræmi við þá barnalegu skynjun á hlutum sem venja er með hann, er allur hans skilningur gruggaður. Ég skal lýsa þessu fyrir þér. Þegar Guð hafði skapað himin og jörð, olli jörðin honum sárum von- brigðum. Maðurinn, sem gat fallið, fóll næstum samstundis, og með hon- um allt sem á þurru landi var. Og Guð iðraði þess að hann hafði skapað manninn og skepnur þurrlendisins og fugla himinsins. En fiskurinn féll ekki, og fellur aldrei, því hvert eða hvernig ættum við að falla? Svo Herrann leit hlýlega til fiskanna sinna og það veitti honum huggun að sjá þá, því þeir einir meðal allrar sköpunar höfðu ekki brugðist honum. Hann ákvað að launa fiskunum í hlutfalli við gildi þeirra. Og allar uppsprettur hinna miklu djúpa voru opnaðar og gluggar himinhvolfs- ins voru opnaðir og vatnsflóð urðu á jörðinni. Og vötnin héldust og juk- ust, og allar mishæðir undir öllum himninum huldust. Og vatnið ríkti enn víðar og allt hold sem á jörðinni bjó mætti dauða sínum, bæði fugl- 42 á . — TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 5 / 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.