Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 106
íslenskir höfundar og þýöendur
Atli Magnússon (Hús blómanna bls. 16) er fæddur 1944. Hann hefur um
árabil lagt stund á þýðingar og eru þar á meðal tvær af skáldsögum F.
Scott Fitzgeralds og verk oftir Theodore Dreiser og Joseph Conrad. Hann
hefur þýtt tvær skáldsagna Trumans Capote, Breakfast at Tiffany's og
Other Voices, Other Rooms.
Brynja Þorgeirsdóttir (Rýnt í íslensku þýðinguna á The New York
Trilogy bls. 5) er fædd 1974, BA í mannfræði og starfar nú sem frétta-
maður á Skjá Einum.
Gyrðir Elíasson (Kafarinn bls. 33 og Sögumaðurinn Naftalí og hesturinn
hans bls. 62), fæddur 1961, rithöfundur, hefur m.a. þýtt amerískar bók-
menntir. Hann hlaut Laxnessverðlaunin árið 2000.
Hans W. Haraldsson (Eldhúsklukkan bls. 30 og Leiðsögumaðurinn bls.
45) er fæddur 1936. Bjó lengst af á ísafirði en fluttist nýlega til
Reykjavíkur þar sem hann starfar sem dómvörður í Héraðsdómi. Hefur
lítils háttar fengist við þýðingar úr ensku, þýsku og norsku.
Helgi Haraldsson (Sverðdansinn, bls. 56), fæddur 1938, prófessor í slav-
neskum fræðum við háskólann í Osló, höfundur Rússnesk-íslenkrar orða-
bókar (Nesútgáfan, 1996) auk fjölmargra rita og greina um orðabókasmíð.
Karl Guðmundsson (Eyjardæmi bls. 13), fæddur 1924, leikari, hefur þýtt
leikrit fyrir útvarp og leiksvið og ljóð úr ensku og spænsku.
Rúnar Helgi Vignisson (Föðurást bls. 73), fæddur 1959, rithöfundur og
þýðandi. Hefur m.a. þýtt amerísk, áströlsk og suður-afrísk
bókmenntaverk. Nýjasta bók hans er smásagnasafnið í allri sinni nekt
(JPV forlag, 2000).
104
á Jföœpúá- — TÍMARIT IjÝÐENDA NR. 5 / 2000