Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 43

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 43
Kafarinn að reynsla hans í djúpum sjávar, og lukkan sem hafði aflað honum auðæfa og frægðar hjá fólki, mundi örugglega vera efni í jafn dásamlega sögu og þá sem ég hafði sagt honum, og glaðlegri sögu. Prinsar, hefðarfrúr, dans- meyjar, skýrði ég út íyrir honum, elska dapurlegar sögur, líka betlarar und- ir húsveggjum. En ég ætlaði að verða sögumaður fyrir allan heiminn, og menn sem stunda viðskipti og konur þeirra, vilja sögur sem enda vel. Hamingjusami maðurinn var þögull andartak. „Það sem dreif á daga mína,“ svaraði hann mér síðan, „eftir að ég yf- irgaf Shiraz, er alls engin saga. Eg er frægur meðal fólks,“ hélt hann áfram, „vegna þess að ég get dvalið á sjávarbotni lengur en aðrir. Þessi hæfileiki, skaltu vita, or arfur frá nemanum sem þú hefur sagt mér frá. En það er engin saga. Fiskarnir hafa verið mér góðir og þeir bregðast eng- um. Þannig að sagan er engin.“ „Samt sem áður,“ hélt hann áfram eftir lengri þögn, „í staðinn fyrir söguna þína, og af því óg vil ekki draga úr ungu skáldi, þá skal ég segja þér hvað bar fyrir mig eftir að ég fór frá Shiraz, þótt það sé engin saga.“ Hann hóf síðan frásögn sína, og ég hlustaði á hann. „Eg sleppi útlistunum á því hvernig ég komst frá Shiraz og kom hing- að og held aðeins því til haga úr lífi mínu sem gleður menn, sem stunda viðskipti, og konur þeirra. Því þegar ég fór fyrst niður á hafsbotn til að leita að ákveðinni perlu sem ég hafði sífellt í huganum á þessum tíma, þá kom gamall skrínfisk- ur með hornspangagleraugu og leiddi mig áfram. Þegar hann var agn- arsmár fiskur hafði hann flækst í neti tveggja gamalla fiskimanna og hafði dvalið heila nótt í kjölvatni bátsins og hlustað á tal þessara manna, sem hljóta að hafa verið guðhræddir og djúpvitrir. En í morg- unsárið, þegar átti að lyfta netinu á land, slapp hann úr möskvunum og synti burtu. Síðan þá hefur hann brosað að vantrausti annarra fiska á mönnunum. Því í rauninni er því svo farið að ef fiskur kann eitthvað fyrir sér, getur hann auðveldlega séð við þeim. Hann hefur jafnvel fengið áhuga á háttum og eðli mannsins og heldur oft fyrirlestra um þetta fyrir heilar torfur fiska. Hann sækist líka eftir að ræða þetta við mig. Ég á honum margt upp að inna, því hann er mikilsvirtur í hafinu og sem skjólstæðingi hans hefur mór alstaðar verið vel tekið; honum á ég einnig að þakka megnið af þeim auði og frægð sem hafa gert mig, einsog þér hefur verið sagt, að hamingjusömum manni. Ég á honum fleira að þakka on þetta, því í okkar löngu samræðum hefur hann miðlað mér heimspekilegri lífsskoðun sem hefur veitt mér ró. Þetta er það sem hann heldur fram: á- — Syndaflúðið kemur eftir okkar dag 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.