Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 37

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 37
Kafarinn hafði hann safnað mörg hundruð flugfjöðrum af örnum, svönum og gömmum; hann lokaði að sér með þær og vann af slíkum ákafa að í lang- an tíma talaði hann ekki við nokkurn mann og hitti engan. En hann söng við vinnu sína, og vegfarendur staðnæmdust, lögðu við hlustir og sögðu: „Þessi ungi nemi lofar Guð og gerir það sem fyrir hann er lagt.“ En þegar hann hafði lokið við fyrstu vængina, reynt þá á sér og fund- ið himinborið afl þeirra, gat hann ekki orða bundist af sigurgleði, held- ur sagði vinum sínum frá. I fyrstu brosti heldra fólkið í Shiraz, hinir geistlegu og háttsettir emb- ættismenn, að orðróminum um afrek hans. En þegar sagan barst víðar og var staðfest af mörgu ungu fólki, hætti þeim að lítast á. „Ef það er í raun svo,“ sagði hver við annan, „að þessi flugdrengur hitti og mæli við engla, þá verður það svo með fólkið í Shiraz, einsog venjulega þegar eitthvað óvenjulegt gerist, að það mun tryllast af undr- un og gleði. Og hver veit svo hvað það getur verið af nýjum og bylting- arkenndum hlutum sem þessir englar upplýsa hann um? Því eftir allt saman, þá gætu verið englar á himnum,“ sögðu þeir. Þeir hugsuðu málið, og hinn elsti þeirra á meðal, konungsráðgjafi sem hét Mirza Aghai, sagði: „Þessi ungi maður er háskalegur að því leyti að hann elur með sér mikla drauma. En hann er gæfur og verður auðveld- ur í meðförum, þar sem hann hefur vanrækt að skoða okkar raunveru- legu veröld, þar sem draumar hljóta eldskírn sína. Við munum í eitt skipti fyrir öll bæði sanna og afsanna tilveru engla fyrir honum. Eða eru engar ungar konur í Shiraz?" Daginn eftir lét hann senda eftir einni af dansmeyjum konungs. Stúlk- an hét Thusmu. Hann útskýrði fyrir henni svo mikið af eðli málsins sem honum þótti við hæfi að hún vissi og lofaði að umbuna henni ef hún hlýðnaðist honum. En ef hún brygðist, yrði önnur ung dansmey flutt í honnar stöðu í konunglega danshópnum á hátíðinni sem var tileinkuð söfnun ilmrósanna. Á þennan hátt bar það til að kvöld nokkurt, þegar neminn hafði farið upp á þak á húsinu sínu til að horfa á stjörnurnar og reikna hve fljótt hann gæti ferðast milli þeirra, heyrði hann nafn sitt kallað mjúklega að baki sér, og þegar hann sneri sér við greindi hann granna og ljómandi mynd í gullnum hjúpi og silfruðum, sem stóð á þakbrúninni. Ungi maðurinn var gagntekinn af hugmyndum um engla; hann efað- ist ekki um uppruna gestsins, og var ekki einusinni mjög undrandi, heldur aðeins uppnuminn af gleði. Hann leit snöggt til himins, til að at- huga hvort engillinn hefði á flugi sínu skilið eftir skínandi rák, og á með- an dró fólkið frá stigann fyrir neðan, sem dansmærin hafði fetað upp á á JföceyÁiá — Syndaflódið kemur eftir okkar dag 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.