Jón á Bægisá - 01.11.2000, Side 103

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Side 103
Seamus Heaney (Eyjardæmi bls. 13) fæddist 1939 á Norður-írlandi. Síðan 1972 hefur hann átt heima í Dyflinni. Hann er meðal fremstu núlifandi ljóðskálda á enska tungu. Seamus Heaney fékk bókmennta- verðlaun Nóbels 1995 og sama ár kom út á íslensku úrval ljóða eftir hann, Penninn hvassi, í þýðingu Karls Guðmundssonar, en áður höfðu nokkur ljóð hans í þýðingu Karls birst í Jóni á Bægisá (nóv. 1994). Arun Kolatkar (f. 1932) (Fjögur indversk ljóð bls. 80) er uppalinn í Bombay og jafnvígur á marathi og ensku. Hann hefur unnið fýrir sér sem auglýsingateiknari og margsinnis hlotið verðlaun á þeim vettvangi. í hjá- verkum hefur hann unnið að þýðingum sem þykja frábærar, hefur með- al annars þýtt á ensku ljóð Tukarams hins helga sem uppi var á 17du öld. Hans eigin ljóð vöktu athygli í tímaritum og sýnisbókum löngu áð- uren hann gaf út sína fyrstu Ijóðabók undir lok áttunda áratugar. Kristine KristofFerson [Reimleikar í Warrensvík bls. 93) fæddist í Gimli, Manitoba, 1914 og bjó þar og starfaði sem kennari. Hún giftist Harold Kristofferson árið 1946. Eftir hana birtust fjölmargar smásögur í tímarit- um og dagblöðum. Eina skáldsaga hennar, Tanya, kom út 1950. Sagan varð mjög vinsæl og seldist vel, en aðrar sögur hennar eru enn óútgefn- ar og liggja í handritum í Islandsdeild Dafoc Library í Manitobaháskóla. Afi hennar og amma voru Bcnodikt Bjarnason (Benson) og Guðrún Gísladóttir, bæði frá Vatnsdal. Þau fluttust til Kanada 1888. Önnur amma hennar var Kristbjörg Jónsdóttir úr Borgarfjarðarsýslu. Bharati Mukherjee (Föðurást bls. 73) fæddist í Kalkútta á Indlandi 27. júlí 1940. Að loknu námi við háskólana í Kalkútta og Baroda hélt hún til Bandaríkjanna þar sem hún stundaði frokara háskólanám. Frá 1966 til 1980 bjó hún í Montreal í Kanada en fluttist aftur til Bandaríkjanna 1980 og fókk bandarískan ríkisborgararétt 1989. Mukherjee skrifar bæði smásögur og skáldsögur og fékk bókmennta- verðlaun bandarískra gagnrýnenda (National Book Critics Circle Award fyrir smásagnasafnið The Middleman and Other Stories) árið 1989. í verkum sínum fjallar hún einkum um andstæður austrænnar og vest- rænnar menningar eins og þær birtast í lífi Indverja sem yfirgefa heim- kynni sín og freista gæfunnar í vestrinu í von um meiri efnisleg gæði. Hún líkir oft lífinu í nýja landinu við endurfæðingu, en í skáldsögunni The Holder of the World skoðar hún viðskilnaðinn við föðurlandið sem ferðalag hugans. Helstu verk hennar eru The Tiger’s Daughter (1971), Wife (1975), Days fá'1- á .ySay/öá — SYNDAFLÓDIU KEMUR EFTIR OKKAR DAG 101
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.