Jón á Bægisá - 01.11.2000, Síða 29

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Síða 29
Hús blómanna lokið við að snyrta sig, þann mann er ekki að finna í öllum heiminum sem ekki keypti handa þér heila tunnu af bjór; að hugsa sér annað eins, glæsileg stúlka eins og þú líður þjáningar langt í burtu frá þeim sem elska þig. Ég hef ekki þjáðst svo mikið, sagði Ottilie. Bara stundum. Svona nú, sagði Baby. Þú þarft ekki að tala um það strax. Þessu er öllu lokið hvort sem er. Hérna, ástin, komdu aftur með glasið. Skál fyrir gömlu dögunum og þeim ókomnu! í kvöld ætlar herra Jamison að kaupa kampavín handa öllum: Frúin lætur hann fá það á hálfvirði. Ó, sagði Ottilie og öfundaði vinkonur sínar. Jæja, hún vildi vita hvað fólk segði um hana, mundu menn eftir henni? Ottilie, þú getur ekki gert þér það í hugarlund, sagði Baby; menn sem við höfum aldrei séð áður hafa komið í húsið og spurt hvar Ottilie sé, af því að þeir hafa heyrt um þig langt í burtu, í Havana og á Miami. Hvað herra Jamison snertir þá lítur hann ekki einu sinni á okkur hinar stúlk- urnar, kemur bara og situr einn með glasið sitt á veröndinni. Já, sagði Ottilie hugsandi. Herra Jamison var alltaf góður við mig. Sól var nú tekin að lækka á lofti og aðeins þriðjungur eftir í romm- flöskunni. Þrumuskúr hafði vætt hæðirnar stutta stund og nú, út um gluggann að sjá, blikuðu þær eins og drekafluguvængir og andvari, full- ur af lykt af regnvotum blómum, fyllti herbergið og lét skrjáfa í grænu og bleiku blöðunum á veggjunum. Margar sögur höfðu verið sagðar, sumar þeirra skemmtilegar, nokkrar sem voru sorglegar; það hafði jafnast á við bestu kvöldsamræðurnar á Champs Élysées og Ottilie var glöð að vera orðin þátttakandi í þeim aftur. En það er að verða áliðið, sagði Baby. Og við lofuðum að vera komn- ar aftur fyrir miðnætti. Ottilie, getum við ekki hjálpað þér að pakka sam- an? Þótt hún hefði ekki gert sér grein fyrir að vinkonur hennar ætluðust til að hún kæmi með þeim, gerði rommið, sem funaði innan í henni, að verkum, að henni fannst það eðlileg ályktun, og hún hugsaði með sér brosandi: Ég sagði honum að ég færi. En upphátt sagði hún: Það er ekki líklegt að ég fengi einu sinni viku til að skemmta mér: Royal mun koma beina leið niður eftir og sækja mig. Báðar vinkonur hennar hlógu að þessu. Þú er svo mikill kjáni, sagði Baby. Ég vildi sjá þennan Royal, þegar nokkrir drengjanna okkar hefðu jafnað um hann. Ég þyldi ekki að sjá neinn meiða Royal, sagði Ottilie. Þar að auki yrði hann bara enn reiðari við mig þegar við kæmum heim. Baby sagði: En Ottilie, þú kæmir ekki með honum hingað aftur. á - Syndaflóðið kemur eftir okkar dag 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.