Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 72

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 72
Isaac Bashevis Singer um. Naftalí spurði Reb Falik af hverju væri verið að byggja svona stórt hús handa honum, og Reb Falik svaraði: „Þú átt eftir að hafa not fyrir það.“ „Til hvers?“ spurði Naftalí. Smátt og smátt varð leyndarmálið ljóst. Á lífsleiðinni hafði Reb Falik safnað mörgum bókum, svo mörgum að hann kom þeim ekki fyrir í eig- in vistarverum, og margar bækur varð að geyma ofan í kjallara og á háa- loftinu. Þar að auki hafði Naftalí sagt Reb Falik í samræðum þeirra, að hann ætti skrásettar margar sagna sinna og sögur sem aðrir höfðu sagt honum, og hefði þannig safnað kistufylli af handritum. En hann hafði ekki getað gefið þessar sögur út, því prentararnir í Lúblín og hinum stór- borgunum höfðu krafist mikilla fjárhæða fyrir að prenta þær, og fjöldi þeirra sem keypti sögubækur í Póllandi var ekki nægilegur til að ná upp í kostnað. Við hliðina á húsi Naftalís lét Reb Falik reisa prentsmiðju. Hann pant- aði kassa með leturgerðum frá Lúblín (í þá daga var ekkert til sem hét setjaravél) og handknúna pressu. Héðan í frá gat Naftalí sett og prentað sínar eigin sögubækur. Þegar hann komst að því hvað Reb Falik var að láta útbúa handa honum, trúði hann varla sínum eigin eyrum. Hann sagði: „Af öllum sögum sem ég hef heyrt eða sagt, verður þessi lang- skemmtilegust." Þetta sama sumar var allt tilbúið - húsið, bókasafnið og prentsmiðjan. Veturinn lagðist snemma að. Undir eins eftir Laufskálahátíðina hófust rigningarnar, og eftir þær tók að snjóa. Að vetrarlagi er fátt að gera á sveitasetri. Bændurnir sátu í kofunum sínum og vermdu sig við ofnana eða fóru á krána. Reb Falik og Naftalí voru saman flestum stundum. Reb Falik var sjálfur sagnasjóður. Hann hafði hitt marga fræga greifa. Á yngri árum hafði hann farið á kaupstefnur í Danzig, Leipzig og Amsterdam. Hann hafði jafnvel heimsótt Landið helga, og séð Grátmúrinn, Makpels- hellinn og gröf Rakelar. Reb Falik sagði margar sögur, og Naftalí færði þær til bókar. Hesthúsið var of stórt fyrir einn hest. Á setrinu átti Reb Falik nokkra lúna klára sem gátu ekki unnið lengur, svo Sokki var ekki einn. Stund- um þegar Naftalí kom í hesthúsið til að heilsa upp á Sokka sinn, sá hann hvar hann laut höfði í átt að þeim hesti sem var vinstra eða hægra megin við hann, og Naftalí virtist sem Sokki væri að hlusta á sögur hinna hestanna, eða að segja sína eigin hestasögu. Satt er það að hestar geta ekki talað, en verur Guðs geta gert sig skiljanlegar án orða. Þennan vetur skrifaði Naftalí margar sögur - bæði sínar eigin og þær sem Reb Falik sagði honum. Hann setti þær sjálfur og prentaði í hand- 70 á - TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 5 / 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.