Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 91

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 91
Dansararnir „Hæ Lornie! Gott ilmvatn sem þú notar. Má ég fá að prófa það á eft- ir?“ spurði ég og tróðst fram hjá honum inn á ballið. Við Sara gengum nokkrum sinnum hringinn í salnum til að meta stöð- una. Það var troðfullt. Það var mikið af sumargestum en við hugsuðum yfirleitt lítið um þá. Sara var að svipast um eftir Jóni. Allt í einu greip hún í handlegginn á mér og benti út á dansgólfið. „Sérðu ljóshærða náungann í köflóttu skyrtunni? Þennan sem er að dansa við Phyllis Gíslason? Hann er nýi fiskmatsmaðurinn frá Winnipeg." „Hann er æðislegur," stundi ég upp. „Já,“ svaraði Sara. „Hver sagði að guð væri ekki fiskmatsmaður?" Hún gekk yfir dansgólfið og stefndi á kaffistofuna þar sem selt var gos í pappaglösum. Bæjarstjórnin var búin að banna flöskur af því að fólk barði hvort annað í höfuðið með þeim í slagsmálum. Það voru alltaf ein slagsmál hið minnsta í hléinu og venjulega átti Baldur upptökin. Ég fylgdi á eftir Söru inn í kaffistofuna en hún hafði komið auga á Rósu sem var að tala við Jón Sigmundsson og Ellert Johnson. Fljótlega lótu Jón og Sara sig hverfa. Ellert bauð mér upp í dans. Ellert er drykk- felldur og ágætis strákur. Hann er mjög feiminn allsgáður en ótrúlega fyndinn þegar hann er búinn að innbyrða svona tíu bjóra. Hann dansar líka frábærlega. Baldur gekk til okkar þar sem við liðum í valsi um dans- gólfið. „Hérna, Ellert," sagði hann og rétti honum hanska. „Þú þarft á þess- um að halda ef þú ætlar að dansa við Frosnu Fríðu. Og meðal annarra orða,“ sagði hann og leit á mig, „strákana langar að biðja þig um greiða. Bjórinn þeirra er allur heitur og þeir biðja þig að koma út og sitja á kass- anum í tíu mínútur eða svo.“ „Jæja, þá. Er ekki Burger King sjálfur á staðnum," sagði ég. „Fred Martin var að leita að þér. Þrjár af ánum hans eru með lambi og hann vill fá að vita hvað þú ætlar að gera í málinu." Baldur hló og hristi höfuðið og við Ellert dönsuðum tangó í átt að hljómsvcitarpallinum. Ellert keypti kók handa okkur og hellti út í slurki af rúgviskíi úr pela sem hann hafði falið í jakkavasanum. Við dreyptum á blöndunni og virtum fólkið á dansgólfinu fyrir okkur. Ég fann titring- inn frá tónlistinni frá gömlu, brakandi fjalagólfinu í skálanum upp lík- ama minn. Ég kom auga á Darlene Wheeler á miðju dansgólfinu. Hún dansaði ein. Darlene var eitt af börnum Alls-ekki Wheelers. Þau voru fimmtán. Fjölskyldan var á bænum og bjó í hreysi á bak við keiluvöll- inn. Enginn vissi hvað Alls-ekki hét í raun og veru. Allir kölluðu hann Alls-ekki. Hann var sífullur og pabbi sagði að hann hefði nokkrum sinn- fás/ á .fflysy/'.iá - SYNDAFLÓÐID KEMUR EFTIR OKKAR DAG 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.