Jón á Bægisá - 01.11.2000, Page 42

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Page 42
Karen fílixen eislega og góðlega undir kveðju mína og sagði að hann þekkti mig nú þegar af orðspori sem unga manninn sem keppti að því að fullkomna frá- sagnargáfu sína. Síðan bauð hann mér að setjast við hlið sér í sandinn. Nokkra stund talaði hann um tungl og haf. Eftir stutta þögn sagði hann svo að það væri langt síðan hann hefði heyrt sögu sagða. Gæti ég, þar sem við sátum svona vinsamlega hlið við hlið í bjartri hlýrri nótt, sagt honum sögu? Ég var ákafur að sanna hæfni mína og áleit líka að það gæti fært mig nær honum, svo ég leitaði í minni mínu að góðri sögu. Af einhverjum ástæðum, ég veit ekki hverjum, hafði sagan um nemann Saufe verið á sveimi í huga mínum. Nú hóf ég frásögnina, lágri og mildri röddu, í sam- hljómi við tunglið og bylgjurnar: „í Shiraz bjó ungur trúfræðinemi..." Hamingjusami maðurinn hlustaði hljóður og af athygli. En þegar ég kom að kaflanum um elskendurna á húsþakinu og nefndi dansmeyna Thusmu, þá lyfti hann hönd sinni og horfði á hana. Ég hafði lagt á mig ómælt erfiði við að upphugsa þetta fagra tunglskinskvöld, og það gladdi skáldhjarta mitt; ég þekkti hreyfinguna og hrópaði upp í undrun og skelfingu: „Þú ert neminn í Shiraz!" „Já,“ sagði hamingjusami maðurinn. Það eru mikil undur fyrir skáld að komast að því að saga hans er sönn. Ég var aðeins drongur og nýliði í listinni; hárin risu á höfði mínu og engu munaði að ég stykki upp og hlypi í burtu. En eitthvað í rödd ham- ingjusama mannsins hélt mér kyrrum. „Einusinni," mælti hann, „bar ég velferð nemans Saufe mjög fyrir brjósti, þess sem þú hefur verið að segja mér frá. En nú hafði ég næstum gleymt honum. Þó er ég glaður yfir því að hann skuli hafa ratað inn í sögu, því trúlega var hann skapaður til þess, og í framtíðinni mun ég skilja hann þar eftir óhultan. Haltu áfram með sögu þína, Mira Jama, sögumaður, leyfðu mér að heyra endinn." Ég skalf við þessa kröfu hans, en fas hans hreif mig og gerði mér kleift að taka upp þráð sögu minnar. Fyrst þótti mér hann heiðra mig með þessu, og brátt, þegar ég hélt áfram, að ég væri að heiðra hann á móti. Sigurgleði sögumannsins fyllti brjóst mitt. Ég sagði sögu mína á verulega hjartnæman hátt og þegar ég hafði lokið henni þarna á þessum sjávar- sandi þar sem við vorum aðeins tveir undir fullu tungli, var andlit mitt baðað tárum. Hamingjusami maðurinn hughreysti mig og bað mig að taka söguna ekki svona nærri mér. Og þegar ég hafði endurheimt rödd mína sárbað ég hann að segja mér allt sem hafði hent hann eftir að hann yfirgaf Shiraz. Því 40 á- JÍBœpáá — TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 5 / 2000
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.