Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 87

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 87
Maureen Arnason Dansararnir Eg fór út á bakdyratröppurnar til að bíða eftir Söru. Þaðan sést upp heimreiðina og út á þjóðveginn. Nokkrar skortítur og náttfiðrildi flögr- uðu um í ljósinu á pallinum. Pabbi hafði sett upp eitt af þessum gulu skordýraljósum, en þau virtust aldrei hafa tilætluð áhrif. Auðvitað var það þó betra en ilugnabaninn sem hann hafði prófað sumarið áður. Flugnabaninn var ljós á skafti sem átti að laða skordýrin frá fólki sem vildi sitja úti í garðinum. Skorkvikindin flugu í ljósið og fengu rafmagns- stuð. Við sátum úti á kvöldin og enginn sagði orð. Við sátum bara og hlustuðum á skordýrin steikjast án afláts. Stöku sinnum sagði Pétur: „Þetta var náttfiðrildi. Ég heyri það á því hve langan tíma það er að brenna.“ Loks þoldi mamma þetta ekki lengur og lét pabba taka flugna- banann niður. Nú höfum við bara gula ljósið. Meðan ég beið eftir Söru horfði ég á náttfiðrildið dansa umhverfis ljósið. Þetta var mjög fallegt náttfiðrildi, ekki eitt af þessum rykugu, brúnu sem eru algengust. Þetta fiðrildi var svart og gult, eins og úr flaueli. Það minnti mig á stutta, pattaralega dansmey. Fiðrildið hent- ist í hringjum að ljósinu og féll svo niður á tröppurnar rétt við hönd mína. Mig langaði til að rétta út höndina og strjúka vængina, en ég hafði ein- hversstaðar lesið að ef komið væri við vængi fiðrildis gæti það ekki flog- ið framar. Ég vissi ekki hvort það ætti einnig við um náttfiðrildi. í þessu var hurðinni hrundið upp og Pótur hlunkaðist út og kramdi fiðrildið með öðrum fætinum. „Hamingjan góða, hún Magga er grenjuskjóða!“ sagði hann í kvörtun- arrómi. „Heimski krakkaasni!" hrópaði ég. „Hversvegna horfirðu aldrei niður fyrir fæturna á þér?“ „Hvað? Ég kom ekki einu sinni við þig. Jesús!“ Pétri virtist hafa sárn- að. „Þú varst að drepa náttfiðrildi," útskýrði ég, eins og sjálfsagt væri að það væri glæpur. d JtöœpÁiá - SyNDAFLÓÐIÐ KEMUR EFTIR OKKAR DAG 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.