Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 30
Truman Capote
Ottilie flissaði og horfði í kringum sig í herberginu, eins og hún sæi
eitthvað sem væri ósýnilegt þeim hinum. Nú, auðvitað gerði ég það,
sagði hún.
Baby ranghvolfdi augunum, dró fram blævæng og skók hann framan
við andlitið á sér. Þetta er nú það fáránlegasta sem ég hef nokkurn tíma
heyrt, sagði hún á milli samanklemmdra varanna. Er þetta ekki það fá-
ránlegasta sem þú hefur nokkurn tíma heyrt, Rosíta?
Það er vegna þess að Ottilie er búin að þjást svo mikið, sagði Rosíta.
Elskan, af hverju leggurðu þig ekki á rúmið meðan við pökkum niður
fyrir þig?
Ottilie horfði á þær taka til við að tína saman eigur hennar. Þær haug-
uðu saman kömbunum hennar og hárprjónunum og vöfðu saman silki-
sokkana hennar. Hún afklæddist fínu fötunum sínum, eins og hún ætl-
aði að klæðast öðrum fínni; en þess í stað brá hún sér í gömlu fötin; síð-
an, hægt og rólega, eins og hún væri að aðstoða vinkonur sínar, lét hún
hvern hlut á sinn stað aftur. Baby stappaði niður fæti þegar hún sá hvað
var að gerast.
Hlustið á mig, sagði Ottilie. Ef þú og Rosíta eruð vinkonur mínar, þá
verið svo góðar að gera það sem ég segi ykkur: bindið mig úti í garðin-
um, alveg eins og ég var þegar þið komuð. Þá mun engin býfluga nokkru
sinni stinga mig.
Hún er blindfull, sagði Baby; en Rosíta sagði henni að þegja. Ég held,
sagði Rosíta og andvarpaði, ég held að Ottilie sé ástfangin. Ef Royal vildi
fá hana aftur, færi hún með honum, og fyrst þetta væri þannig gætu þær
alveg eins farið heim og sagt frúnni að hún hefði haft rétt fyrir sér, að
Ottilie væri dauð.
)á, sagði Ottilie, því hið harmræna í þessu höfðaði til hennar. Segið
þeim að ég sé dauð.
Svo héldu þær út í garðinn; þar, með barm sem hófst og hneig og augu
jafn kringlótt dagmánanum fyrir ofan þær, sagði Baby að hún tæki eng-
an þátt í að binda Ottilie við tréð, svo Rosíta varð að gera það einsömul.
Þegar þær skildu var það Ottilie sem grét mest, þótt hún væri fegin að
sjá þær fara, því hún vissi að um leið og þær væru farnar hugsaði hún
ekki til þoirra meir. Neðan slakkans á veginum, nötrandi á háu hælun-
um, sneru þær sér við til að veifa, en Ottilie gat ekki veifað á móti, og
svo hafði hún gleymt þeim áður en þær voru komnar úr augsýn.
Meðan hún tuggði blöð af gúmmítré til að fá sætari andardrátt, fann
hún svala ljósaskiptanna bæra loftið. Gulur litur gerði dagmánann dýpri
og varpfuglar létu sig líða inn í dimmu trjánna. Allt í einu, þegar hún
heyrði til Royals á veginum, kreppti hún undir sig fæturna, gerði háls-
28
á J&æýfáiá- — TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 5 / 2000