Jón á Bægisá - 01.11.2000, Page 30

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Page 30
Truman Capote Ottilie flissaði og horfði í kringum sig í herberginu, eins og hún sæi eitthvað sem væri ósýnilegt þeim hinum. Nú, auðvitað gerði ég það, sagði hún. Baby ranghvolfdi augunum, dró fram blævæng og skók hann framan við andlitið á sér. Þetta er nú það fáránlegasta sem ég hef nokkurn tíma heyrt, sagði hún á milli samanklemmdra varanna. Er þetta ekki það fá- ránlegasta sem þú hefur nokkurn tíma heyrt, Rosíta? Það er vegna þess að Ottilie er búin að þjást svo mikið, sagði Rosíta. Elskan, af hverju leggurðu þig ekki á rúmið meðan við pökkum niður fyrir þig? Ottilie horfði á þær taka til við að tína saman eigur hennar. Þær haug- uðu saman kömbunum hennar og hárprjónunum og vöfðu saman silki- sokkana hennar. Hún afklæddist fínu fötunum sínum, eins og hún ætl- aði að klæðast öðrum fínni; en þess í stað brá hún sér í gömlu fötin; síð- an, hægt og rólega, eins og hún væri að aðstoða vinkonur sínar, lét hún hvern hlut á sinn stað aftur. Baby stappaði niður fæti þegar hún sá hvað var að gerast. Hlustið á mig, sagði Ottilie. Ef þú og Rosíta eruð vinkonur mínar, þá verið svo góðar að gera það sem ég segi ykkur: bindið mig úti í garðin- um, alveg eins og ég var þegar þið komuð. Þá mun engin býfluga nokkru sinni stinga mig. Hún er blindfull, sagði Baby; en Rosíta sagði henni að þegja. Ég held, sagði Rosíta og andvarpaði, ég held að Ottilie sé ástfangin. Ef Royal vildi fá hana aftur, færi hún með honum, og fyrst þetta væri þannig gætu þær alveg eins farið heim og sagt frúnni að hún hefði haft rétt fyrir sér, að Ottilie væri dauð. )á, sagði Ottilie, því hið harmræna í þessu höfðaði til hennar. Segið þeim að ég sé dauð. Svo héldu þær út í garðinn; þar, með barm sem hófst og hneig og augu jafn kringlótt dagmánanum fyrir ofan þær, sagði Baby að hún tæki eng- an þátt í að binda Ottilie við tréð, svo Rosíta varð að gera það einsömul. Þegar þær skildu var það Ottilie sem grét mest, þótt hún væri fegin að sjá þær fara, því hún vissi að um leið og þær væru farnar hugsaði hún ekki til þoirra meir. Neðan slakkans á veginum, nötrandi á háu hælun- um, sneru þær sér við til að veifa, en Ottilie gat ekki veifað á móti, og svo hafði hún gleymt þeim áður en þær voru komnar úr augsýn. Meðan hún tuggði blöð af gúmmítré til að fá sætari andardrátt, fann hún svala ljósaskiptanna bæra loftið. Gulur litur gerði dagmánann dýpri og varpfuglar létu sig líða inn í dimmu trjánna. Allt í einu, þegar hún heyrði til Royals á veginum, kreppti hún undir sig fæturna, gerði háls- 28 á J&æýfáiá- — TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 5 / 2000
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.