Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 27

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 27
Hús blómanna Eitt kvöldið, þegar þau lágu fyrir og móktu, fann Ottilie skyndiloga fyrir nærveru einhvers annars í herberginu. í sama bili sá hún glóra í nokkuð, sem hún hafði áður séð, við fótagaflinn á rúminu - auga sem horfði á þau; þar með varð það að vissu sem hana hafði grunað nokkurn tíma: að gamla Bonaparte væri dauð en ekki farin. Eitt sinn, þegar hún var ein í húsinu, hafði hún heyrt hlátur og öðru sinni, úti í garðinum, hafði hún séð geitina góna á einhvern sem var þar ekki og blaka eyrun- um, eins og hún gerði í hvert skipti sem gamla konan klóraði henni á hausnum. Hættu að hrista rúmið, sagði Royal og Ottilie, sem benti með fingri á augað, spurði hann hvíslandi hvort hann gæti ekki séð það. Þegar hann svaraði að hana væri að dreyma, teygði hún sig eftir auganu og æpti upp þegar hún fann að þar var aðeins loft. Royal kveikti á lampanum; hann setti Ottilie á kné sér, faðmaði hana og strauk henni um hárið, meðan hún sagði honum frá því sem hún hafði fundið í saumakörfunni og hvernig hún hefði losað sig við það. Var það rangt sem hún hafði gert? Royal vissi það ekki, það var ekki hans að dæma, en skoðun hans var sú að það yrði að refsa henni; og hvers vegna? vegna þess að gamla konan vildi það, vegna þess að ella léti hún Ottilie aldrei í friði: þannig var það þegar draugagangur var annars vegar. í samræmi við þetta sótti Royal reipi næsta morgun og stakk upp á að hann byndi Ottilie við tré í garðinum: þar skyldi hún híma til kvölds, án þess að neyta vatns eða matar, og hver sem fram hjá færi vissi að verið var að niðurlægja hana. En Ottilie skreið undir rúmið og neitaði að koma undan því. Ég fer burtu, ambraði hún. Royal, ef þú reynir að binda mig við gamla tréð þarna, fer ég burtu. Þá yrði ég að koma og sækja þig, sagði Royal, og þá hlytir þú verra af. Hann greip um ökklann á henni og dró hana æpandi undan rúminu. Alla leiðina út í garðinn greip hún í hitt og þetta, dyrastafinn, vínviðinn, skeggið á geitinni, en ekkert af þessu reyndist næg festa og Royal varð ekki hnikað frá að binda hana við tréð. Hann batt þrjá hnúta á reipið og hélt til vinnu sinnar, meðan hann saug á sér höndina þar sem hún hafði bitið hann. Hún hrópaði á eftir honum öll ljótu orðin sem hún kunni, uns hann hvarf yfir hæðina. Geitin, Júnó og kjúklingarnir söfnuðust í kringum hana til að góna á niðurlægingu hennar; Ottilie lót fallast til jarðar og rak út úr sér tunguna framan í þau. Þar sem hún var að því komin að sofna hélt Ottilie að það væri draum- á Jffiœpöiá — SYNDAFLÓDIÐ KEMUR EFTIR OKKAR DAG 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.