Jón á Bægisá - 01.11.2000, Side 92

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Side 92
Maureen Arnason um verið staðinn að því að stela úr porti timburverslunarinnar. Ég kenndi í brjósti um krakkana. Ekkert þeirra átti vini. Þau voru oft lúsug og með kláðamaur, þessvegna voru þau sniðgengin. Ég held samt að Darlene hafi þótt gaman að fara á böllin, jafnvel þótt hún þyrfti að fara ein. Hún dansaði líka vel. Á sumrin vann Darlene í Als aktu-taktu og hún keypti sér nýja flík í hvert sinn sem dansleikur var haldinn. í þetta sinn var hún í mjúkri, gulri peysu og þröngum, svörtum buxum. Hún var virkilega falleg. Hljómsveitin var búin að leika nokkur hröð lög og Darlene var orðið heitt í hamsi. Sumir dansa eins, hvort sem tónlistin er hröð eða hæg en Darlene dansaði eins og hún væri hluti af henni. Stundum sleppti hún virkilega fram af sér beislinu og allir hættu að dansa og horfðu á hana. Sumir karlmannanna fóru að klappa og kalla: „Darlene! Darlene!“ og brátt tóku allir undir. Darlene dansaði og dansaði inni í miðjum hringnum. Handleggir henn- ar og fótleggir voru á stöðugri hreyfingu og sítt, svart hárið sveiflaðist um hana eins og vaður. Því hraðar sem mannfjöldinn söng og klappaði, þeim mun hraðar dansaði Darlene. Þegar tónlistin hljóðnaði loks hneig hún móð niður á gólfið. Hárið límdist við sveitt ennið. Hún sat og starði niður á gólfið og reyndi að ná andanum. Fólkið fór að tínast burt af dansgólfinu, glottandi og hlæjandi. Sumir voru svolítið vandræðalegir. Ég fann til ónotatilfinningar í maganum og mér var óglatt. Hún vissi að fólkið myndi hlæja að henni. Það gerðist á hverjum dansleik. Það var föst venja. Hversvegna hélt hún þá áfram? Kannski vissi hún að allir bjuggust við því og vildi ekki valda þeim vonbrigðum. Kannski þurfti hún að dansa svona til að fólk sæi hana. Kannski þurfti hún að dansa til þess að vera til. Ég skemmti mér ekki á ballinu eftir þetta. Baldur var sífellt með heimskulegar athugasemdir og Ellert sofnaði í sandkassanum við rólurn- ar. Ég hitti Söru ekki fyrr en í lok ballsins. Þau Jón komu röltandi frá bílastæðinu til að frétta hvar væri partí. Við þurftum alltaf að finna nýja og nýja staði á ströndinni fýrir partíin svo að lögreglan fyndi okkur ekki. Við fórum hvert sína leið út úr bænum og hittumst svo á tilteknum stað. Þaðan ókum við svo í bílalest út á ströndina. Þetta kvöld hittumst við hjá turninum hans Morgans. Það var vatnsturn í einu horni jarðar Jims Morgan um mílu fyrir vestan þjóðveginn. Jim hafði orðið gjaldþrota og misst jörðina fyrir um það bil ári. Enginn bjó þar lengur og því tilvalinn staður að hittast. „Komdu,“ sagði Sara. „Jón er á sínum bíl, svo hann ætlar að hitta okk- ur þar út frá. Ertu nokkuð búin með vínið?“ „Nei,“ svaraði ég. Ellert átti rúgviskí svo við drukkum það. „Fjárinn! 90 á .ffiayrÁiá - TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 5 / 2000
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.