Jón á Bægisá - 01.11.2000, Síða 36

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Síða 36
Karen Blixen andi augnaráð arnarins hefur mætt rólegu tilliti eins af sendiboðum Guðs, rétt um það bil sem vængstyrkur var á þrotum." „Eg ætla að nýta tíma minn og þekkingu í það verkefni að smíða slíka vængi handa meðbræðrum mínum,“ ákvað hann. Svo hann gerði upp hug sinn um að hann mundi yfirgefa Shiraz til að fylgjast með háttum hinna vængjuðu vera. Fram að þessu hafði hann, með því að kenna sonum heldri manna og skrifa eftir gömlum handritum, séð fyrir móður sinni og yngri bræðrum, og þau kvörtuðu um að þau yrðu fátæk þegar hans nyti ekki við. En hann færði að því rök að einhverntíma mundi ætlunarverk hans bæta þeim margfaldlega upp það sem nú væri fré þeim tekið. Lærimeistarar hans, sem höfðu séð fram á glæstan feril honum til handa, komu að hitta hann og reyndu að tala um fyrir honum með því að heimurinn hefði svo lengi verið án þess að mennirnir hefðu samband við engla, að þannig hlyti það að eiga að vera, og yrði einnig í framtíðinni. Hinn ungi nemi andmælti þeim virðingarfyllst. „Fram á þennan dag,“ sagði hann, „hefur enginn sóð farfuglana fljúga í átt til hlýrra svæða sem ekki eiga sér tilvist, eða árnar breyta farvegi sínum gegnum klappir og yfir sléttur til að renna í haf sem ekki er til. Því Guð skapar ekki þrá eða von án þess að fyrir hendi sé veruleiki sem uppfyllir þær. Vonin er okk- ar trygging, og sælir eru þeir sem heimkomuna þrá, því þeir munu þang- að komast. Þar að auki,“ hrópaði hann upp yfir sig, hrifinn áfram af streymi hugsunar sinnar, „hve miklu betur farnaðist ekki veröld mann- anna ef þeir hefðu samráð við engla og lærðu af þeim að skilja mynstur alheimsins, sem þeir lesa auðveldlega vegna þess að þeir sjá það að ofan!“ Svo sterk var trú hans á fyrirætlun sinni að á endanum gáfust kennar- ar hans upp á að standa á móti, og hugsuðu sem svo að frægð nemand- ans mundi þegar fram liðu stundir varpa ljóma yfir þá sjálfa. Neminn ungi dvaldi nú heilt ár meðal fuglanna. Hann bjó sér hvílu í háu grasi sléttunnar, þar sem kornhænan kvakar; hann klifraði upp í gömul tré, þar sem hringdúfan og þrösturinn gera sér hreiður; fann sér stað í laufþykkninu og sat þar, svo kyrrlátur að hann gerði þeim alls ekk- ert ónæði. Hann reikaði um á háfjöllum og þar, rétt neðan snælínu dvaldi hann nærri arnarpari, fylgdist með flugi þess til og frá. Hann sneri aftur til Shiraz, væddur miklu innsæi og þekkingu, og hóf vinnu sína við vængina. I Kóraninum las hann; „Lofaður sé Guð, sem skapaði englana, ýmist með fjórum, sex eða átta vængjum," og afréð að útbúa handa sjálfum sér sex vængi; tvo á axlirnar, tvo á mjaðmir, og tvo á fætur. Á ferðum sínum 34 á Æa-ý/ríf} - TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 5 / 2000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.