Jón á Bægisá - 01.11.2000, Side 96

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Side 96
Krístine Kristofferson Indíánarnir þögðu. Hann réð. En Windigo var voldugur og illur og hikaði ekki við að gera aðra atlögu. Nokkrum dögum síðar ákvað Ewing að fara upp með Nelsonánni tii að kaupa styrju og hrogn af indíánunum sem bjuggu þar upp frá. Hann mælti fyrir um að vólbáturinn yrði fylltur af eldsneyti og sagði vélstjór- anum og hrognamanninum að vera ferðbúnir næsta morgun. Við kvöldverðarborðið ræddu mennirnir um ferðalagið. Þeir myndu tapa tíma á að fara um kvíslina sem lá meðfram Kettle flúðunum. Ef þeir færu upp flúðirnar spöruðu þeir ellefu mílur og gætu verið komnir til baka áður en næsta flutningaskip færi. Vélstjórinn og Ewing ræddu hvort ráðlegt væri að ráðast í flúðirnar, hrognamaðurinn og hásetinn sem fara áttu með þeim tóku ekki þátt í samræðunum. Hvorugur þeirra þekkti Nel- sonána svo þeir létu þá sem kunnugri voru um skipulagninguna. Indíánakonan hlustaði stóreyg á samræðurnar. Fara upp Kettle ána á vélbát? Voru þeir viti sínu fjær? Jafnvel vönustu indíánar báru oft bátana upp llúðirnar. Allt annað mál var að fara niður ána. Hún lét skrölta í eldavélarplötunum í æsingnum. Mennirnir litu gramir á hana. „Það fer enginn upp Kettle flúðirnar," flýtti hún sér að segja. „Það er of hættulegt." Hún vogaði sér ekki að minnast á Windigo af ótta við að missa vinnuna, en hún gat ómögulega stillt sig um að vara þá við. Snemma næsta morgun lögðu mennirnir fjórir af stað í vólbátnum. Þeir komu að flúðunum og stefndu beint upp þær. Báturinn lenti á ósléttum árbotninum, hentist áfram og fékk á sig mikið högg. Hvítt vatnið fossaði yfir stefnið, fyllti bátinn og sökkti honum á örfá- um sekúndum. Mennirnir lentu í ólgandi flaumnum. Indíánar sem bjuggu í bjálkahúsum skammt frá heyrðu vólarhljóðið og komu til að sjá hvað um væri að vera. Þeir reru í skyndi út í straumharða ána í átt til mannanna sem börðust fyrir lífi sínu. Hver af öðrum voru þeir dregnir upp í eintrjáningana og fluttir á land. Fyrstir komu vélstjórinn og Ewing. Þeir svipuðust áhyggjufullir um eftir hinvun tveim. Hásetinn brölti upp úr eintrjáningi, en hvar var hrognamað- urinn? Þeir hlupu til hásetans sem lá á höndum og fótum og kúgaðist. „Sástu hrognamanninn?“ spurði Ewing. Hásetinn hristi höfuðið. Hann hafði ekkert séð nema hvítfyssandi vatnið yfir höfði sér. Ewing skipaði mönnunum að leita. Þeir reru fram og aftur um ána en fundu ekkert. Skyndilega var hrópað frá eintrjáningi sem var kominn nærri sokkna vólbátnum og allir flýttu sér á vettvang. Þar flaut líkami hrognamanns- ins á grúfu, flæktur í kaðal sem bundinn var í stefnið. 94 á .ffiœyeiiá - TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 5 / 2000
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.