Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 25

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 25
Hús blómanna Þau höfðu verið gift í um það bil fimm mánuði þegar Royal tók að stunda þær venjur sem hann hafði tamið sér áður en hann festi ráð sitt. Aðrir karlmenn fóru á kaffihúsið á kvöldin og sátu heilu sunnudagana yfir hanaatinu - hann fékk ekki skilið vegna hvers Ottilie gerði veður út af þessu; en hún sagði að hann hefði engan rétt á að hegða sór eins og hann gerði og ef hann elskaði hana, skildi hann hana ekki eftir eina dag og nótt með þessari andstyggilegu, gömlu konu. Ég elska þig, sagði hann, en karlmaður verður að geta skemmt sér líka. Sum kvöld skemmti hann sér þar til tunglið var komið hátt á loft; hún vissi aldrei hvenær hann kæmi heim og lá sáróánægð á beddanum og taldi sér trú um að hún gæti ekki sofið nema hann héldi henni í örmum sér. En gamla Bonaparte var hið raunverulega kvalræði. Hún bakaði Ottilie slíkar raunir að hún var að ganga af vitinu. Væri Ottilie að elda var þessi hryllilega, gamla kona vís til að koma og keifa snuðrandi í kringum ofninn, og þegar henni líkaði ekki það sem var í matinn, stakk hún upp í sig munnfylli og spýtti henni á gólfið. Hún olli öllum þeim óskunda sem hún gat: hún bleytti rúmið, heimtaði að hafa geitina inni í herberginu og hellti niður eða braut allt sem hún snerti við og kvartaði við Royal yfir að kona, sem ekki gæti búið manni sínum sómasamlegt heimili, væri einskis virði. Hún þvældist fyrir honni allan liðlangan dag- inn og rauð, grimmúðleg augun í henni voru sjaldnast lokuð; en verst af öllu, og það sem varð til að Ottilie hótaði að drepa hana, var sú venja gömlu konunnar að laumast að henni úr leynum og klípa hana svo fast að sjá mátti förin eftir neglurnar á henni. Ef þú gerir þetta einu sinni enn, ef þú bara vogar þér það, þá tek ég hnífinn og sker úr þér hjartað! Gamla Bonaparte vissi að Ottilie var alvara, og þótt hún hætti að klípa hana, fann hún upp á öðrum hrekkjum: til dæmis tók hún upp á að ganga fram og aftur um tiltekinn blett í garðinum og lést ekki vita að þar hafði Ottilie sáð í lítinn matjurtagarð. Dag einn henti tvennt óvanalegt í senn: Drengur kom neðan úr þorp- inu með bréf til Ottilie; til Champs Élysées höfðu af og til borist póstkort frá sjómönnum og öðrum ferðalöngum sem átt höfðu ánægjulegar stund- ir með henni, en þetta var fyrsta bréfið sem hún hafði fengið. Þar sem hún gat ekki lesið það, flaug henni fyrst í hug að rífa það: tilgangslaust var að vita af því nærri sér og láta það valda sér óróa. Auðvitað var mögulegt að hún lærði að lesa einhvern daginn; þess vegna fór hún og ætlaði að fela það í saumakörfunni sinni. Þegar hún opnaði saumakörfuna gerði hún skuggalega uppgötvun: Þarna, líkt og óhugnanlegur bandhnykill, lá afskorinn haus af gulum ketti. Svo þessi andstyggilega, gamla kona hafði fundið upp á nýjum fá/l, d JSœýiÁlá - Synidaflóðið kemur eftir okkar dag 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.