Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 88

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 88
Maureen Arnason „Jæja? Þótt ég hafi drepið asnalegt náttfiðrildi. Hvað með það? Ég sá það ekki einu sinni!“ „Einmitt, líttu neðan á skósólann þinn, þá sórðu það.“ Oj! Pétur skóf eitthvað sem líktist tjöruklessu af skónum og á tröpp- urnar. „Hvað var svona merkilegt við þetta fiðrildi?" spurði hann. „Ekkert," andvarpaði ég. „Það var bara asnalegt fiðrildi." Ég tók var- lega upp jakkann minn og gekk í átt að heimreiðinni. „Heyrðu, Lára. Hvað ertu með innan undir jakkanum?" spurði Pétur. „Kemur þér ekki við!“ svaraði ég. Mér hafði tekist að hnupla flösku af rabbarbaravíninu hans pabba úr kjallaranum til að hafa með á ballið. Allir komu með eitthvað að drekka á böllin og í hléinu hímdum við und- ir grenitrjánum og staupuðum okkur. Við urðum samt að fara varlega því oft leyndust lögreglumenn í skóginum í von um að standa okkur að verki. „Þú stalst víni? Meiri háttar?" hann fór að syngja um að þögnin væri gulls ígildi. „Þú heldur þér saman, Pótur,“ sagði ég honum til viðvörunar, „ella kembir þú ekki hærurnar." „Leggðu silfur í lófa mér og ég þegi að eilífu," svaraði hann. „Kannski legg ég til þín með hafnaboltakylfu," sagði ég. Krakkinn gat stundum alveg gert mig brjálaða. „Allt í lagi. Eins og þú vilt.“ Hann stefndi að húsinu og sönglaði „Lára er með flösku.“ „Bíddu aðeins, ógeðið þitt. Hve mikið?“ „Ég býst við að fimm dollarar innsigli þögn mína plús einn dalur í sekt fyrir að kalla mig ógeð.“ „Ég get bara látið þig fá einn dollar núna, þú verður að bíða í nokkra daga eftir afganginum." Ég ætlaði mér ekki að borga honum afganginn. Við skærum úr því síðar en í svipinn var það dollarsins virði að þagga niður í honum. „Allt í lagi, Lára,“ sagði hann. „Ég vona bara að ég tali ekki í svefni." „Ef þú gerir það,“ sagði ég brosandi, kæfi ég þig með koddanum." Ég stakk vínflöskunni betur inn í ermina á jakkanum og þegar ég lagði enn einu sinni af stað upp heimreiðina, beygði gamli, blái og hvíti húsgagna- bíllinn út af þjóðveginum. Gulu ljósgcislarnir tveir fóru eftir grasflötinni og lýstu upp bóndarósirnar í beðunum og háu stokkrósunum, sem náðu upp að gluggum sólstofunnar, virtist bregða við þessa skyndilegu birtu. „Segðu mömmu og pabba að ég sé farin,“ kallaði ég til Péturs um leið og ég klifraði upp í flutningabílinn. Ég hafði af ásettu ráði komið mér hjá 86 <7' JffiePýrtjá — TÍMARIT I>ÝÐENDA NR. 5 / 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.