Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 53

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 53
Leiðsögumaðurínn fannst mér ég hafa verið fullfljótur á mér að segja henni frá mínu helga starfi. Hún gæti sem best farið að spjalla við doktorinn og komið upp um hve fljótur ég hafði verið á mér að stæra mig af því sem ekki var orðið. En rétt í þann mund lauk hádegishléi verkamannanna, sem voru að vinna við götuna framan við krána, og þeir tóku strax til óspilltra mál- anna. Hávaðinn í loftpressunni þeirra var slíkur að samræður stúlkunn- ar og frumskógardoktorsins voru útilokaðar. Heiðri mínum var bjargað. Loftpressan setti doktorinn alveg úr jafnvægi. Hann gretti sig í fram- an og við flúðum úr garðkránni niður á ferjubryggju, þar sem „Mávur- inn“ okkar birtist von bráðar. Doktorinn leit aftur til vegagerðarmannanna, sem strituðu í svækj- unni, og hrópaði í eyrað á mér: „Svissarar... iðnir... áreiðanlegir... vinna í hita... án verkstjóra." Ég kinkaði íbygginn kolli og forðaðist að segja honum að þetta væru ítalir. Mér fannst ágætt að hann skyldi hafa svona mikið álit á vinnusemi okkar; það hlaut að vera hagstætt fyrirætlunum mínum. Um borð í skipinu sagði hann mér ýmis dæmi um vinnufælni, leti og óáreiðanleik negranna. Þeir ynnu aðeins ef það væri gersamlega óhjá- kvæmilegt og því aðeins að eftirlitsmaður stæði yfir þeim. Annars legð- ust þeir fyrir í forsælunni og spjölluðu. Og hann kvartaði undan því að oft neyddist hann til að vanrækja störf sín á spítalanum til þess að hafa eftirlit með byggingavinnunni við fljótið. Því það vantaði hvíta aðstoð- armenn á stöðina. Eftir nokkurt hik og málalengingar bar ég loks upp erindi mitt með eins miklum sannfæringarkrafti og mér var unnt Hann þagði í fyrstu en lét þó enga undrun í ljós. Síðan sagði hann al- vöruþrunginni röddu: „Fórnfúsir sjálfboðaliðar eru velkomnir til Man- ima’koto." Þó vildi hann ekki vekja mér falskar væntingar. Lífið í Miðafríku væri slítandi. Það útheimti járnvilja og - siðferðisstyrk. Og þeir starfsmenn einir, sem stöðugt hefðu háleitar hugsjónir sínar að leið- arljósi, væru færir um að takast á við andstreymi hversdagsins í Afríku. Því yfir hinum hvítu vofði slöðugt sú hætta að verða sljóir og sinnulaus- ir, að „negrast" eins og kallað var meðal hinna hvítu í Afríku. Ég hafði stöðugt kinkað kolli og benti honum síðan á að ástand „negr- unar“ ætti ég nú að baki. Það væri líf mitt fram að þessu undir Silil- veggnum. Nú vildi óg slá striki yfir það og rísa upp á ný með göfuga trú á háleitar hugsjónir. Doktorinn þagði og ég reyndi að gera mér grein fyrir svipbrigðum hans, eftir því sem mögulegt var, þar sem hann bar stöðugt hattinn og sólgleraugun, auk þess sem skeggið duldi sitt. d JBeœÁlá - Syndaflóðið kemur eftir okkar dag 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.