Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 61
Sverðdansinn
gifsi og parkettgólfi. Skrúðmennið leiðir hann til sætis og tilkynnir á
spænsku að monsinjor Dali muni ganga inn um þessar dyr þarna. í þessu
vetfangi slær gamla veggklukkan tvö högg, siðameistari bukkar sig, hef-
ur sig á brott og lokar á eftir sér dyrunum. Khatsjatúrían er aleinn í saln-
um.
Hann situr á dýrlegum gullofnum sófa, sem kynni að vera ættaður úr
húsbúnaði Loðvíks 15. Á mósaíkborði fyrir framan hann er fríð fylking
af margvíslegu armensku koníaki, spænskum vínum, aldin og vindling-
ar. I horni salarins er páfugl í búri og breiðir úr stéli sínu.
Ein mínúta líður, svo önnur. Khatsjatúrían veit að stundvísi telst ósið-
ur hjá öllum stéttum Spánar og dundar sér við að skoða sig um, strjúka
hár sitt og laga bindið. Ljóst er að kona Dalis á einnig að vera viðstödd
úr því að túlks er ekki þörf. Hann æfir ávarpsorð sín og fínpússar gull-
hamrana.
Tíu mínútur yfir tvö hyggur hann að nú hljóti Dali að koma á hverri
stundu og hlustar eftir fótataki.
Kortér yfir velur hann sér vindling úr kassanum af stakri kostgæfni.
Blæs frá sér reyknum og krossleggur fæturna.
Klukkan verður tuttugu mínútur gengin í þrjú og nú fer að síga dálít-
ið í hann - fyrr má nú vera - maðurinn tiltók sjálfur klukkan tvö! Skenk-
ir sér glas af koníaki og sýpur úr.
Klukkan hálf þrjú fær hann sér annað koníaksstaup og rekur á eftir
með glasi af víni. Nartar í vínber...
Nei, þetta er sko brot á öllu velsæmi. Dónaskapur! Eins og hann sé
einhver ótíndur strákhvolpur? Hann stendur upp, hneppir frá sér jakk-
anum, losar bindishnútinn, stingur höndum í vasa og fer að spígspora
um salinn. Páfuglinn og hann gefa hvor öðrum hornauga. Fuglhelvítið
gargar eins og múlasni.
Klukkan tilkynnir stundarfjórðungana samviskusamlega og kortér í
þrjú er Khatsjatúrían hætt að lítast á blikuna. Hann tekur í hurðahúninn
á dyrunum sem Dali átti að koma inn um — kannski siðameistari hafi
ruglast í ríminu, en dyrnar eru læstar. Khatsjatúrían ákveður að bíða til
klukkan þrjú og hypja sig svo hið bráðasta. Önnur eins framkoma er
hreinasta móðgun!
Á slaginu þrjú spýtir hann á vindilstubbinn, fær sér hestaskál af
Akhtamar-koníaki og gengur föstum skrefum til dyra.
En nú kemur í ljós að dyrnar sem hann kom inn um eru harðlæstar
líka. Khatsjatúrían furðar sig á þessu, hamast á húninum og yppir svo
öxlum. Reynir síðan allar hurðir í salnum hverja af annarri — allar læst-
ar!
ffis/ á - SYNDAFLÓÐIÐ KEMUR EFTIR OKKAR DAG
59