Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 95

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 95
Kristinc Kristofferson Reimleikar í Warrensvík Warrensvík er veiðistöð norðan við Winnipegvatn skammt frá mynni Nelsonár. Um aldamótin voru tvær veiðistöðvar þar, önnur í víkinni en hin tveim mílum norðar. Ewing og Friar félagið átti þær og rak. Gísli faðir minn og tveir aðrir ungir drengir, Bjössi og Leifi, voru sumar- langt í vinnu í Warrensvík við að smíða fiskikassa. Stöðvarstjórinn hét Jó- hann Sigurdsson, vel þekktur kaupmaður í Nýja íslandi. Með honum voru kona hans, dóttir og fjögra ára sonur, Lárus, sem síðar varð læknir. Árbakk- arnir voru háir og því hættulegir og móðir Lárusar brýndi fyrir honum að koma aldrei nærri þeim, því hann gæti dottið í ána og drukknað. Lárus hafði lofað að koma aldrei nálægt ánni. En lítil börn eru gleymin. Einn daginn labbaði hann niður að ánni, vogaði sér fram á bakkann, skrikaði fótur og datt í ána. Casselman, vélstjórinn sem gætti ísvélarinnar, sá barnið detta í ána. Hann hrópaði upp, hijóp í átt að ánni, henti sér út í og synti að staðnum þar sem við og við sást í kollinn á barninu. Hann greip drenginn og synti aftur að árbakkanum. Barnið hafði gleypt vatn en var enn með meðvit- und. Allir komu niður að ánni þegar þeir heyrðu hrópin og köllin sem óhappinu fylgdu, þar með talin dauðhrædd móðirin sem kom hlaupandi í þann mund að Casselman bar drenginn heimleiðis. Þegar barnið heyrði rödd móður sinnar, mundi það eftir aðvörunum hennar og sagði giað- lega: „Jæja, elsku mamma, nú er ég drukknaður." Þegar eldhússtúlkan heyrði hve litlu hafði munað að illa færi, varð hún mjög æst. „Windigo," muldraði hún. „Illur andi sem heitir Windigo hrinti drengnum í ána. Hann verður reiður. Einhver annar drukknar bráðum!“ Mennirnir í eldhúsinu litu órólegir hver á annan. Þeir óttuðust nafn- ið Windigo. Það var hvískrað um að hætta að vinna og fara heim. Það fauk í Ewing þegar hann heyrði þetta. Þeir gætu allir tekið upp á að segja upp. „Ekki orð meira um vofur, drauga eða anda í þessari veiði- stöð,“ skipaði hann þungur á brún. á . — SYNDAFLÓDIÐ KEMUR EFTIR OKKAR DAG 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.