Jón á Bægisá - 01.11.2000, Síða 95
Kristinc Kristofferson
Reimleikar í Warrensvík
Warrensvík er veiðistöð norðan við Winnipegvatn skammt frá mynni
Nelsonár. Um aldamótin voru tvær veiðistöðvar þar, önnur í víkinni en
hin tveim mílum norðar. Ewing og Friar félagið átti þær og rak.
Gísli faðir minn og tveir aðrir ungir drengir, Bjössi og Leifi, voru sumar-
langt í vinnu í Warrensvík við að smíða fiskikassa. Stöðvarstjórinn hét Jó-
hann Sigurdsson, vel þekktur kaupmaður í Nýja íslandi. Með honum voru
kona hans, dóttir og fjögra ára sonur, Lárus, sem síðar varð læknir. Árbakk-
arnir voru háir og því hættulegir og móðir Lárusar brýndi fyrir honum að
koma aldrei nærri þeim, því hann gæti dottið í ána og drukknað.
Lárus hafði lofað að koma aldrei nálægt ánni. En lítil börn eru gleymin.
Einn daginn labbaði hann niður að ánni, vogaði sér fram á bakkann,
skrikaði fótur og datt í ána.
Casselman, vélstjórinn sem gætti ísvélarinnar, sá barnið detta í ána.
Hann hrópaði upp, hijóp í átt að ánni, henti sér út í og synti að staðnum
þar sem við og við sást í kollinn á barninu. Hann greip drenginn og synti
aftur að árbakkanum. Barnið hafði gleypt vatn en var enn með meðvit-
und.
Allir komu niður að ánni þegar þeir heyrðu hrópin og köllin sem
óhappinu fylgdu, þar með talin dauðhrædd móðirin sem kom hlaupandi
í þann mund að Casselman bar drenginn heimleiðis. Þegar barnið heyrði
rödd móður sinnar, mundi það eftir aðvörunum hennar og sagði giað-
lega: „Jæja, elsku mamma, nú er ég drukknaður."
Þegar eldhússtúlkan heyrði hve litlu hafði munað að illa færi, varð
hún mjög æst.
„Windigo," muldraði hún. „Illur andi sem heitir Windigo hrinti
drengnum í ána. Hann verður reiður. Einhver annar drukknar bráðum!“
Mennirnir í eldhúsinu litu órólegir hver á annan. Þeir óttuðust nafn-
ið Windigo. Það var hvískrað um að hætta að vinna og fara heim.
Það fauk í Ewing þegar hann heyrði þetta. Þeir gætu allir tekið upp á
að segja upp. „Ekki orð meira um vofur, drauga eða anda í þessari veiði-
stöð,“ skipaði hann þungur á brún.
á . — SYNDAFLÓDIÐ KEMUR EFTIR OKKAR DAG
93