Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 23

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 23
Hús blómanna urnar. Hljóðloga, í einfaldri röð eins og maurar, skriðu býflugurnar inn og út um stúf af brotnu tré sem stóð ekki langt frá henni. Hún losaði sig úr örmum Royals og sléttaði mjúkan stað á jörðinni fyrir höfuðið á hon- um. Höndin á henni skalf þegar hún lagði hana í miðja slóð býflugn- anna, en sú fyrsta sem bar að klöngraðist upp í lófann á henni, og þegar hún sveigði fingurna utan um hana, gerði hún enga tilraun til að meiða hana. Hún taldi upp að tíu, bara til að vera viss, en opnaði svo lófann, og býflugan hóf sig á loft í gormlaga bogum og suðaði glaðlega. Eigandinn gaf þeim Baby og Rosítu ráð: Látið hana eiga sig, lofið henni að fara, nokkrar vikur munu líða og þá verður hún komin aftur. Eigand- inn talaði af rósemi þess sem beðið hefur ósigur: til að halda í Ottilie hafði hún boðið henni besta herbergið í húsinu, nýja gulltönn, Kodak- myndavél og rafknúinn blævæng, en Ottilie hafði ekki hvikað, hún hafði þegar tekið til við að raða eigum sínum niður í pappakassa. Baby reyndi að hjálpa henni, en hún grét svo mikið að Ottilie varð að þagga niður í henni: öll þessi tár, sem hún lót falla yfir eigur tilvonandi brúð- ar, hlutu að vera illur fyrirboði. Og við Rosítu sagði hún: Rosíta, þú ætt- ir að vera glöð mín vegna í stað þess að standa þarna og núa saman höndunum. Það var aðeins tveimur dögum eftir hanaatið að Royal hóf pappa- kassa Ottilie upp á öxl sér og gekk af stað með henni í rökkrinu í átt til fjalla. Þegar það fréttist að hún væri ekki lengur á Champs Élysées, sneru margir gestanna viðskiptum sínum annað; aðrir, þótt þeir héldu tryggð við sinn gamla stað, kvörtuðu yfir að andrúmsloftið væri þrung- ið depurð: sum kvöld var varla neinn nærstaddur sem kaupa vildi stúlkunum bjór. Smám saman tóku menn að skynja að sennilega kæmi Ottilie ekki aftur; í lok sjötta mánaðarins sagði eigandinn: Hún hlýtur að vera dauð. Hús Royals var eins og hús úr blómum; á þakinu voru breiður af bláregni, vínviðartjöld skýldu gluggunum og liljur blómstruðu við dyrn- ar. Úr gluggunum mátti sjá langa vegu og það mátti sjá glitta í hafið, því húsið stóð hátt uppi á hæð; hér var brennandi sólskin en í skugganum var svalt. Inni í húsinu var alltaf dimmt og svalt og á veggjunum skrjáf- uðu bleik og græn dagblöð sem á þá höfðu verið límd. Hér var aðeins eitt herbergi; þar var ofn, bylgjóttur spegill uppi á marmaraborði og rúm úr messing, sem var nógu stórt fyrir þrjá feita menn. En Ottilie svaf ekki í þessu stóra rúmi. Henni var ekki einu sinxr leyft að setjast á það, því það var eign ömmu Royals, gömlu Bonaparte. Hún Syndaflóðið kemur eftir okkar dag 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.