Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 65

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 65
Sögumaðurínn Naftalí og hesturínn hans reyndi sig næstum. Hann settist í ekilssætið og tók í aktygin, en hestur- inn hreyfði sig ekki. Zelig rykkti fastar og hrópaði: „Wysta!“ sem er pólska og þýðir „af stað!“ En jafnvel þótt hesturinn tæki á öllu sínu afli, þá hreyfðist vagninn ekki að heldur. „Hvað er eiginlega á seyði hér?“ velti Zelig fyrir sér. „Getur verið að pokinn sé svona þungur, að hesturinn geti ekki dregið hann?“ Þetta var út í hött, því hesturinn hafði oft dregið fullan vagn af farþegum og far- angurinn með. „Hér er óhreint mjöl í pokahorninu," sagði Zelig í hálfum hljóðum. Hann steig aftur ofan, leysti frá pokanum, og bragðaði aftur. Guð á himn- um, pokinn var fullur af salti, ekki sykri! Zclig stóð þarna sem þrumulostinn. Hvernig gat honum hafa skjátlast svona? Hann bragðaði enn á ný, og það var salt. „Jæja, þetta er eitt þessara kvölda," umlaði Zelig við sjálfan sig. Hann ákvað að lyfta pokanum af vagninum, þar sem augljóst væri að illir and- ar væru að leika sér að honum. En nú var pokinn orðinn svo þungur að það var sem hann væri fullur af blýi. Hesturinn sneri höfðinu og starði, einsog hann væri forvitinn um hvað væri á seyði. Skyndilega heyrði Zelig hláturroku innan úr pokanum. Og skömmu síðar morknaði pokinn sundur og út valt skepna með kálfsaugu, geitar- horn og leðurblökuvængi. Skepnan sagði með mannsröddu: „Þú sleiktir hvorki sykur né salt, heldur púkaskott!" Og að svo mæltu hló púkinn tryllingslega og flaug burtu. Oftsinnis sagði Zelig vagnekill þessa sögu Naftalí syni sínum, en Naftalí þreyttist aldrei á að heyra hana. Hann sá þetta allt fyrir sér - skóginn, nóttina, silfraðan mánann, forvitin augu hestsins, púkann. Naftalí spurði allskonar spurninga: „Var púkinn með skegg? Hafði hann lappir? Hvernig leit skottið á honum út? Hvert flaug hann?“ Zelig gat ekki svarað öllum þessum spurningum. Á sínum tíma hafði hann verið of hræddur til að taka eftir smáatriðum. En síðustu spurning- unni svaraði Zelig á þessa leið; „Hann flaug sennilega yfir til Dimmu- landsins, þangað sem hvorki fer fólk né fénaður, þar sem himinninn er koparlitur, jörðin járnlit, og illu öflin hafast við undir höttum steingerðra sveppa og í göngum sem moldvörpur hafa yfirgefið." II Einsog önnur börn í bænum fór Naftalí snemma á fætur til að fara í Lög- málsskólann. Hann lærði af enn meiri samviskusemi en hin börnin. ó .jff/'syÁifý — SYNDAFLÓÐIÐ KEMUR EFTIR OKKAR DAG 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.