Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 41

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 41
Kafarinn sjálfar eru dularfullar og ævintýralegar; fylgirðu ferli einnar perlu þá mun hann endast þér í hundrað sögur. Og perlur líkjast sögum skálda; hið sjúklega snýst í hið unaðslega, þær eru gagnsæjar og mattar í senn, leyndardómar djúpanna dregnir upp í dagsljósið til að gleðja ungar kon- ur, sem finna í þeim enn dýpri leyndardóma sinna eigin hjartna. Síðar á ævinni hef ég sagt konungum, og vakið mikla hrifningu, sög- urnar sem mér voru fyrst sagðar af þessum glaðlyndu og einföldu perluköfurum. Nú var það svo að í sögum þeirra skaut upp kollinum ákveðið nafn svo oft að ég varð forvitinn og bað þá að segja mér meira um manninn sem bar það. Þá upplýstu þeir mig um það að maðurinn hefði orðið fræg- ur meðal þeirra fyrir dirfsku sína og óvenjulega og óskiljanlega heppni. I rauninni merkti nafnið sem þeir höfðu gefið honum, Elnazred, „sá sem lukkan fylgir,“ eða „hinn glaði og hamingjusami" á þeirra mállýsku. Hann kafaði dýpra og var lengur niðri en nokkur annar perlukafari, og það brást ekki að hann kæmi upp með ostrur sem í voru fegurstu porlurnar. Því var almennt trúað í þorpi perluveiðaranna að ofan í haf- djúpunum ætti hann vinveitta veru — eftilvill fagra unga hafmeyju eða á hinn bóginn einhvern drýsil hafsins - sem leiðbeindi honum. Meðan hinir perlukafararnir voru hlunnfarnir af viðskiptaaðilum og voru ævin- lega fátækir, hafði hamingjusami maðurinn safnað að sér dálitlum auð- æfum, keypt hús með garði inn til landsins, komið með móður sína til að búa þar, og fundið konur handa bræðrum sínum. En fyrir sjálfan sig átti hann enn lítinn kofa við ströndina. Þrátt fyrir það orðspor sem af honum fór, virtist sem hann hefði allt sitt á þurru, og í daglegu lífi var hann friðsamur maður. Ég er skáld, og eitthvað í þessum frásögnum rifjaði upp fyrir mér löngu gleymdar sögur. Ég ákvað að leita uppi þennan velgengnismann og fá hann til að segja af sjálfum sér. Fyrst leitaði óg hans án árangurs í fallega húsinu hans með garðinum; svo var það eina nótt að ég gekk eft- ir ströndinni að kofanum hans. Fullt tungl á himni, langar gráar öldur brotnuðu ein af annarri, og allt umhverfis mig virtist búa yfir leyndarmáli. Ég horfði í kringum mig og fann að óg var í þann veginn að heyra, og semja, fagra sögu. Maðurinn sem ég leitaði að var ekki í kofa sínum, heldur sat hann í sandinum, starði á hafið og annað veifið henti hann steinvölum út í það. Tunglið varpaði á hann birtu, og ég sá að þetta var laglegur, feitlaginn maður, og af andliti hans stafaði vissuloga samræmi og friði. Ég heilsaði honum með virðingu, sagði honum nafn mitt og útskýrði að óg væri að fá mór gönguferð þessa björtu og hlýju nótt. Hann tók kurt- Syndaflóðið kemur eftir okkar dag 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.