Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 21

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 21
Hús blómanna feimnislega á lakkaðar neglurnar á Baby, kambana með rínarsteinunum í hári Rosítu og á ljómann af perlueyrnalokkum Ottilie. En hvað sem þessu leið, bardagarnir voru spennandi og ungfrúrnar voru brátt gleymd- ar; Baby var gröm vegna þessa og skimaði í allar áttir í leit að augum sem beindust að þeim. Skyndilega hnippti hún í Ottilie. Ottilie, sagði hún, þú hefur eignast aðdáanda: sjáðu þennan strák þarna, hann starir á þig eins og þú værir einhver ískaldur drykkur. í fyrstu hélt hún að hann hlyti að vera einhver sem hún þekkti, því hann horfði á hana eins og hún ætti að kannast við hann; en hvernig gat hún kannast við hann þegar hún hafði aldrei vitað neinn sem var svona fallegur, neinn með svona langa fætur og svona lítil eyru? Hún gat séð að hann var úr fjöllunum: stráhatturinn hans og upplitaður bláminn á skyrtunni sannfærði hana um það. Hann var engifergulur á litinn, hör- undið gljáði eins og sítróna, mjúkt eins og víðilauf, og höfuðið bar hann með sama áreitnibrag og svarti og dimmrauði haninn sem hann hélt á. Ottilie var vön að brosa djarflega framan í karlmenn; en nú var bros hennar ofurveikt, það rétt tolldi við varirnar eins og kökumylsna. Loks var gert hlé. Leikvangurinn var rýmdur og allir sem gátu þyrpt- ust inn á hann til að dansa og steppa meðan trumbu- og strengjahljóm- sveit lék kjötkveðjuhátíðarlög. Einmitt þá færði ungi maðurinn sig nær Ottilie; hún hló þegar hún sá að þessi fugl hans hafði tyllt sér á öxlina á honum eins og páfagaukur. Burt með þig, sagði Baby, öskuvond yfir að sveitamaður skyldi biðja Ottilie um dans, og Rosíta stóð ógnandi á fæt- ur og bjóst til að stilla sér upp á milli unga mannsins og vinkonu sinn- ar. En hann brosti aðeins og sagði: Afsakið frú, mig langar til að tala við hana dóttur yðar. Ottilie fann að henni var lyft og að lendar hennar þrýstust að lendum hans við takt tónlistarinnar, og hún lét það ekkert á sig fá og lót hann teyma sig þangað sem þröng dansfólksins var þóttust. Rosíta sagði: Heyrðirðu þetta, hann hélt að ég væri mamma hennar? Og Baby, sem vildi hugga hana, sagði illkvittnislega: Við hverju bjóstu eig- inlega? Þau eru aðeins innfæddir, bæði tvö: þegar hún kemur aftur lát- umst við bara ekki þekkja hana. En svo fór að Ottilie sneri ekki aftur til vinkvenna sinna. Royal, en svo hét ungi maðurinn, Royal Bonaparte, sagði hann, hafði ekki haft löngun til að dansa. Við verðum að fara á einhvern kyrrlátan stað, sagði hann, taktu í höndina á mér og ég mun leiða þig. Henni þótti hann skrýtinn en fannst samt ekkert skrýtið að vera með honum, því fjöllin bjuggu enn innra með henni og hann var ofan úr fjöllunum. Hönd í hönd og með þennan litskrúðuga hana vaggandi á öxl honum, fóru þau út úr tjaldinu, gengu ósköp rólega niður hvítan veg og þá um mjúkan stíg þar sem fugl- fá/i, d /Æaiýldd - Syndaflóðið kemur eftir okkar dag 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.