Jón á Bægisá - 01.11.2000, Page 19

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Page 19
Hús blómanna meykerlingarlegur og skorpinn öryrki, stjórnaði starfseminni úr herbergi uppi á loftinu þar sem hún dvaldi að baki luktum dyrum, ruggaði sér í ruggustól og drakk tíu til tuttugu flöskur af Coca Cola á dag. Alls hafði hún átta stúlkur í þjónustu sinni; af þeim var engin nema Ottilie undir þrítugu. Á kvöldin, þegar ungfrúrnar söfnuðust saman úti á veröndinni, þar sem þær mösuðu saman og breiddu úr pappírsblævængjum sem þær veifuðu svo ótt og títt að minnti á bandóðar mölflugur, líktist Ottilie indælu, draumlyndu barni, umkringdu af ófríðum eldri systrum. Móðir hennar var dáin og faðir hennar var plantekrueigandi sem snú- ið hafði heim til Frakklands. Hún hafði verið alin upp í fjöllunum af ruddafenginni bændafjölskyldu og allir synirnir höfðu legið hana einn á eftir öðrum á einhverjum grænum og skuggsælum stað þegar hún var lít- il. Fyrir þrem árum, þegar hún var fjórtán ára, hafði hún komið á mark- aðinn í Port-au-Prince í fyrsta sinn. Þetta var tveggja daga ferðalag með því að leggja nótt við dag og hún hafði farið þetta fótgangandi með fimm kílóa hrísgrjónapoka á bakinu; til að létta byrðina hafði hún látið dálítið af hrísgrjónunum renna úr pokanum og síðan örlítið meira og þegar hún náði til markaðstorgsins var næstum ekkert eftir. Ottilie hafði farið að gráta vegna þess að henni varð hugsað til hve reið fjölskyldan yrði þeg- ar hún kæmi heim án peninganna fyrir hrísgrjónin; en hún þurfti ekki að tárast lengi: til hennar kom ákaflega indæll maður sem huggaði hana. Hann keypti handa henni bita af kókoshnetu og fór með hana að hitta frænku sína sem var eigandi Champs-Elysées. Ottilie fékk ekki trúað heppni sinni; Djúkbox-músíkin, satínskórnir og þessir spaugsömu karl- menn voru jafn nýstárlegir og dásamlegir og rafmagnsperan í herberginu hennar sem hún aldrei þreyttist á að slökkva og kveikja á. Fyrr en varði var hún orðin mest umtalaða stúlkan í götunni, eigandinn gat sett upp tvöfalt gjald fyrir hana og Ottilie varð hégómagjörn; tímunum saman gat hún staðið og skoðað sig í spegli. Henni varð sjaldan hugsað til fjallanna; og samt, að þremur árum liðnum, var enn mikið af fjöllunum í henni: vindar þeirra virtust enn blása um hana, stinnar og háar lendarnar höfðu ekki mýkst og ekki iljarnar á fótunum, sem voru jafn harðar og eðlu- skrápur. Þegar vinkonur hennar töluðu um ást, um menn sem þær höfðu elsk- að, varð Ottilie stúrin á svipinn: Hvernig líður ykkur ef þið eruð ást- fangnar? spurði hún. Ó, sagði Rosíta með augnaráði eins og hún væri að falla í ómegin, þér líður eins og pipar hafi verið stráð á hjartað í þér, eins og litlir fiskar séu að synda í æðunum í þér. Ottilie hristi höfuðið; segði Rosíta satt hafði hún aldrei verið ástfangin, því henni hafði aldrei liðið þannig í návist neins af mönnunum sem komu í húsið. d . 'j3t/!ý//bd - Syndaflóðið kemur eftir okkar dag 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.