Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 68

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 68
Isaac Bashevis Singer Sokka. Sokki var glaðlyndur foli. Á sumrin þótti honum gott að velta sór í grasinu. Hnegg hans var bjart einsog bjölluhljóð. Stundum þegar Naftalí þvoði honum og kembdi og kitlaði hann á makkanum, gaf Sokki frá sér hljóð sem líktist hlátri. Naftalí reið honum berbakt einsog kósakki. Þegar hann fór um markaðstorgið á Sokka, hlupu bæjarstúlkurnar að gluggun- um til að horfa út. Að nokkrum tíma liðnum smíðaði Naftalí sér vagn. Hann fókk hjólin hjá Leib járnsmið. Naftalí hlóð vagninn öllum þeim sögubókum sem hann hafði safnað gegnum tíðina, og ók hesti sínum og vörum til nær- liggjandi bæja. Naftalí keypti svipu, en hann sór þess dýran eið að hann mundi aldrei nota hana. Það þurfti ekki að dangla í Sokka, og ekki einusinni að láta svipuna hvína við eyru hans. Hann dró þessa léttu vagnfylli af bókum auðveldlega og einbeittur. Naftalí sat sjaldan í ekils- sætinu, en gekk með hestinum sínum og sagði honum sögur. Sokki reisti eyrun þegar Naftalí talaði við hann, og hann var viss um að Sokki skildi hann. Stundum, þegar Naftalí spurði hvort honum hefði líkað sagan, hneggjaði hann, stappaði niður fæti eða sleikti eyrað á Naftalí, einsog til að scgja: „Já, ég skil.“ Reb Zebulun hafði sagt honum að dýrin lifðu bara fyrir einn dag í einu, en Naftalí var þess fullviss að þau hefðu líka minni. Sokki mundi veginn oft betur en hann sjálfur. Naftalí hafði hoyrt sögu af hundi sem hafði villst frá húsbændum sínum á langferð, og mánuðum eftir að þeir höfðu kom- ið heim án síns ástkæra hunds, þá birtist hann. Hundurinn fór yfir hálft Pólland til að komast aftur til eigenda sinna. Naftalí hafði heyrt svipaða sögu af ketti. Sú staðreynd að dúfur flugu óravegu til varpstöðva sinna, var öllum kunn. I þá daga voru þær oft notaðar til að fara með bréf. Sumt fólk kallaði þetta minni, aðrir nefndu það eðlisávísun. En hverju skipti hvað það var kallað? Dýrin lifðu ekki bara fyrir daginn í dag. Naftalí ók bæ úr bæ, hann staðnæmdist oft í þorpunum og seldi sögu- bækurnar sínar. Alstaðar elskuðu börnin Naftalí og Sokka, hestinn hans. Þau komu með allskyns góðgæti að heiman handa Sokka - kartöfluhýði, gulrófur og sykurmola - og í hvert sinn sem Sokki fékk eitthvað að éta, veifaði hann taglinu og hristi hausinn, sem þýddi: „Þökk fyrir.“ Ekki voru öll börnin farin að lesa, og Naftalí safnaði minni börnunum í vagninn og sagði þeim sögu, stundum sanna og stundum tilbúna. Hvar sem Naftalí fór, heyrði hann allskyns frásagnir - um djöfla, dökkálfa, vindmyllur, risa, dverga, kónga, prinsa og prinsessur. Hann var góður sögumaður, og sleppti ekki smáatriðunum, og börnin þroyttust aldrei á að hlusta á hann. Jafnvel fullorðnir komu til að hlusta. Oft var það að hinir fullorðnu buðu Naftalí að borða eða gista. Þeir vildu líka 66 á ,9Say/,iá - TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 5 / 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.