Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 11
Rýnt í íslensku þýðinguna á The New York Trilogy
18), þótt frumtextinn bjóði ekki upp á slíka túlkun. Ennfremur dregur
þýðandi stórlega úr mismun á málfari persónanna, stefum og bergmáli í
sögunni. M.ö.o. kemur í ljós að þýðandinn hefur leyst starf sitt svo slæ-
lega af hendi að ótrúlegt má virðast. Það er eins og þýðingin sé aðeins
uppkast að þýðingu, eða hráþýðing. Hér í byrjun var minnst á það sem
skaðar verkið í heild sinni. Hér virðist vera um að ræða skaðvaldana
tímahrak (á útgáfan kannski sök á því?), reynsluleysi (fákunnáttu), óná-
kvæmni og metnaðarleysi; óvönduð vinnubrögð sem eiga ekki að sjást á
slíku bókmenntaverki sem sagan er.
Draugar og Lokað herbergi
Tveir seinni hlutar þríleiksins, Draugar og Lokað herbergi, komu út á ís-
lensku árin 1994 og 1995 í þýðingu Snæbjörns Arngrímssonar og hér
verður fjallað um þær saman.
f þýðingum Snæbjörns örlar á hinum áreynslulausa og einfalda stíl
Austers sem jaðrar við að vera hversdagslegur, líkt og hann sitji í sófan-
um við hliðina á manni og segi manni söguna sjálfur lágum rómi. Hins-
vegar hefur Snæbjörn pússað brúnirnar af stílnum og hafið hann örlítið
upp, sérstaklega í sögunni Lokað herbergi:
I climbed the five heights to her floor, accompanied by the sounds
of radios and squabbles and flushing toilets that came from the
apartments on the way up (bls. 237).
Ég gekk upp á fimmtu hæð til hennar, við undirleik útvarpstækja,
skarkala úr niðurfallsrörum og háværra radda sem hljómuðu út úr
íbúðunum á leiðinni upp (bls. 6).4
I þýðingunni er „klósettsturt" pússað niður í „skarkala úr niður-
fallsrörum" sem hljómar ásamt röddunum og útvarpinu á ljóðrænan hátt
í undirleiknum við göngu sögumanns upp stigann, sem verður að teljast
dálítið frá stemningunni í frumtextanum, sérstaklega þegar haft er í huga
að hér er verið að lýsa stigagangi í hrörlegri blokk í fátækrahverfi við
járnbrautarteina. Þessi þýðingarstíll Snæbjörns kemur fram í báðum sög-
unum, Draugum og Lokuðu herbergi, og þó hann sé „áferðarfallegur"
getur hann varla talist jafngildur stíl Austers. Samt sem áður grillir í
stíleinkenni Austers, kannski sérstaklega í sögunni Draugar þar sem
glettnin og kaldhæðnin í sögunni birtast í einföldum, beinum frásagnar-
4 Auster, Paul (1995). Lokað herbergi. Reykjavík: Bjartur
d Jföagr/Já - Syndaflóðið kemur eftir okkar dag
9