Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 24

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 24
Truman Capote var svartleitt, klunnalegt afstyrmi, hjólbeinótt eins og dvergur og jafn sköllótt og kalkún. Gamla Bonaparte naut mikillar virðingar á margra mílna svæði, vegna þess hve fjölkunnug hún var. Þeir voru margir sem óttuðust að skugginn af henni félli á sig; meira að segja Royal hafði beyg af henni og hann stamaði þegar hann sagði henni að hann væri kominn heim með konu. Eftir að hafa bent Ottilie að koma til sín særði gamla konan hana hér og þar með andstyggilegum, litlum ílísatöngum og fræddi barnabarn sitt síðan á því að hún væri of mögur: Hún mun deyja af fyrsta barninu. Á hverri nóttu beið unga parið með að elskast þar til þau töldu að gamla Bonaparte væri sofnuð. Stundum, meðan hún lá á tágabeddanum þeirra sem var baðaður tunglsljósi, var Ottilie viss um að gamla Bona- parte væri vakandi og fylgdist með þeim. Einu sinni sá hún gúmkennt auga, sem bjarmi frá stjörnu speglaðist í, glóra í myrkrinu. Ekkert þýddi fyrir hana að kvarta við Royal, því hann hló bara: Hvað gerir það til þótt gamla konu, sem hefur séð svo margt um dagana, langi til að sjá svolít- ið meira? Vegna þess að Ottilie elskaði Royal lét hún ekki á gremju sinni bera og reyndi að bæla niður andúð sína á gömlu Bonaparte. Lengi vel var hún hamingjusöm; hún saknaði ekki vinkvenna sinna né lífsins í Port- au-Prince; eigi að síður hélt hún minjagripunum um þessa daga í góðu lagi: með því að nýta sér saumakörfu sem Baby hafði gefið henni í brúð- argjöf gerði hún við silkikjólana sína og grænu silkisokkana sem hún aldrei fór í nú orðið, þar sem hvergi var hægt að vera í þeim; aðeins karl- menn komu saman á kaffihúsinu í þorpinu, þegar hanaat var. Þegar kon- ur vildu hittast þá hittust þær við þvottalækinn. En Ottilie hafði of margt fyrir stafni til að verða einmana. í dagrenningu safnaði hún blöðum af gúmmítrjám til að kveikja upp og fór svo að elda; þarna voru kjúklingar sem þurfti að fóðra, geit sem varð að mjólka og gamla Bonaparte sem suðaði í henni að stjana við sig. Þrisvar eða fjórum sinnum á dag fyllti hún fötu af drykkjarvatni og rogaðist með hana til Royals þar sem hann stritaði á sykurreyrsakrinum mílu fyrir neðan húsið. Hún lét ekkert á sig fá þótt hann væri hranalegur við hana í þessum heimsóknum; hún vissi að hann var bara að gera sig breiðan í augum hinna karlmannanna sem unnu á akrinum og brostu svo breitt við henni að minnti á klofna vatnsmelónu. En á kvöldin, þegar hann var kominn heim til hennar, tog- aði hún í eyrun á honum, setti stút á munninn og sagði að hann færi með sig eins og hund, þar til hann í myrkrinu í garðinum, þar sem eldflug- urnar leiftruðu, tók hana í fangið og hvíslaði að henni einhverju sem fékk hana til að brosa. 22 á .93a;y/.iá — TÍMARIT ÞÝDENDA NR. 5 / 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.