Jón á Bægisá - 01.11.2000, Qupperneq 71

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Qupperneq 71
Sögumaðurinn Naftalí og hesturinn hans þankar væru á sveimi í mannshuganum, og ekki væri hægt að lýsa þeim öllum. En eftir nokkur augnablik hugsaði hann: „Hversvegna ætti óg ekki að segja honum sannleikann?" Reb Falik var góðlegur maður að sjá. Hann var með silfurhvítt skegg og augu sem lýstu af visku og gæsku sem aldurinn færir mönnum stund- um. Naftalí sagði: „Ef þú hefur þolinmæði til, skal ég segja þér það.“ „Já, þolinmæðina hef óg. Fáðu þér sæti í kerrunni. Ég er að fara í öku- ferð, og mig langar að heyra hvað sá sem er frægur sögumaður er að hugsa.“ Naftalí settist í kerruna. Hestarnir sem beitt var fyrir kerruna fóru fetið, og Naftalí sagði Reb Falik ævisögu sína og líka hvað hann hugs- aði þegar hann sá risaeikina. Hann sagði honum allt og dró ekkert und- an. Þegar Naftalí hafði lokið máli sínu sagði Reb Falik: „Minn kæri Nafta- lí, ég get auðveldlega uppfyllt allar þínar vonir og þrár. Ég er einsog þú veist orðinn gamall maður. Það er orðið nokkuð langt síðan kona mín dó. Börnin mín búa í stórborgunum. Ég elska sögur, og hef líka frá mörgu að segja sjálfur. Ef þú vilt, leyfi ég þér að byggja hús í skugga stóru eikar- innar og þú getur dvalið þar eins lengi og ég lifi, og eins lengi og þú lif- ir. Ég læt reisa hús handa hestinum þínum skammt frá, og þið munuð báðir ljúka ævinni í kyrrð og ró. Já, þú hefur rétt fyrir þér. Þú getur ekki flakkað til eilífðarnóns. Þeir tímar koma að menn vilja setjast einhvers- staðar að og finna þá töfra sem staðurinn hefur að bjóða.“ Þegar Naftalí heyrði þessi orð, fylltist hann djúpri gleði. Hann þakk- aði Reb Falik hvað eftir annað, en Reb Falik sagði: „Þú þarft ekki að þakka mér svona mikið. A mínum vegum eru margir bændur og vinnu- fólk, en ég hef engan sem óg get talað við. Við verðum vinir, og segjum hvor öðrum ótal sögur. Hvað er lífið, þegar allt kemur til alls? Framtíð- in er ókomin, og þú sérð ekki hvað hún ber í skauti sér. Nútíðin er að- eins andartakið, og fortíðin er ein löng saga. Þeir sem ekki segja sögur og vilja ekki heyra þær, lifa aðeins fyrir þetta andartak, og það er ekki nóg.“ V Loforð Rebs Falik var ekki aðeins orðin tóm. Strax næsta dag skipaði hann fólki sínu að reisa hús handa sögumanninum Naftalí. A setrinu var hvorki hörgull á timbri né verkamönnum. Þegar Naftalí sá drögin að húsinu, varð hann órólegur. Hann þurfti bara lítið hús handa sér, og kofa handa Sokka. En drögin sögðu fyrir um stórt hús með mörgum herbergj- ffisi á .ffiayúiá - Syndaflóðid kemur eftir okkar dag 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.