Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 59

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 59
Sverðdansinn að panta; kastað var tölu á höfuðin og hverju þeirra voru svo skenkt 100 grömm af koníaki fyrir vinnu, 150 eftir vinnu. Það var í þá daga þegar 100 grömm af koníaki kostuðu eina rúblu. Það var almælt að í Leningrad sæti fílharmónísk tónlist í öndvegi öf- ugt við Moskvu, sem fyrst og fremst var borg leiklistarinnar. Við fílharm- óníuna var þungamiðju samkvæmislífsins að finna, og það sem þar bar á góma var brátt á hvers manns vörum í Névskij og síðan hvar í borginni sem menningarlega sinnað fólk var saman komið. Hetja Sósíalískrar Vinnu og handhafi ótal verðlauna og viðurkenninga, Aram Iljítsj Khatsjatúrían, vildarvinur Mravínskijs, Rozdéstvenskijs og annars stórmennis var vitaskuld fastagestur þarna á horni Brodskijgötu og Névskijs, við barborðið til hægri við lyftuna, enda ástmögur hinnar tónelsku Leningradborgar. Þessi heimsfrægi aufúsugestur var höfðingi í lund og hagvanur hrókur alls fagnaðar á kákasíska vísu allar götur frá frá Moskvu og Leningrad til átthaganna í Armeníu, að ekki sé minnst á Frakkland og Spán þar sem hann var reyndar lengstum að finna. Einu sinni sem oftar fór hann mikla sigurgöngu um Spán enda eru Spánverjar tónlistarunnendur miklir og kunna sér í lagi að meta skap- heita músík og eldlega. Þá var það eitt sinn að gestgjafar hans spurðu hvort það væri eitthvað sérstakt hér á Spáni sem honum væri akkur í. Með rómönskum fagurgala og viðamiklu orðskrúði kváðust þeir boðnir og búnir til að gera hinum mikla tónsmið allt til hæfis og ánægju sem í þeirra valdi stæði, leggja hvað sem hugur hans girntist að fótum hans. Khatsjatúrían var dagfarsprúður og hógvær maður sem bar frægð sína og frama með kyrrlátri ró. Það var svo mikið með hann látið að hann hefði getað beðið um fuglamjólk og fengið. En mjólkurbeli var hann eng- inn, uppáhaldsdrykkur hans var Araratkoníak. Þess vegna fórnaði hann höndum, þakkaði gestgjöfum ástsamlega, og eftir nokkra umhugsun end- urgalt hann atlæti gestgjafanna við sína óviðjafnanlegu snilld með þeim orðum að nú háttaði svo til að gistiland hans Spánn hefði alið einhvern merkasta snilling tuttugustu aldar, Salvador Dali, það goðumlíka djásn og prýði málaralistar í heimi hér. Hann vildi í engu misnota hina marglofuðu spænsku gestrisni; það væri þá helst ef hann mætti verða þess heiðurs aðnjótandi að eiga fund með meistara Salvador Dali til að votta honum persónulega sína djúpu virðingu og biðja náðarsamlegast um eiginhandaráritun á safn eftirprentana af verkum meistarans. Nú skiptu húsráðendur lítilsháttar litum og tvístigu nokkuð. Dali, hann væri sko þokktur fyrir ótrúlegustu sórvisku... þessari bæn væri eig- inlega erfitt að verða við... ekki síst þegar þess væri gætt að Dali byggi í Ameríku og væri sjaldséður fugl á Spáni... á JÍBay/iiá — SYNDAFLÓÐID KEMUR EFTIR OKKAR DAG 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.