Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 81
Föðurást
En Eng er að hlusta á aðrar raddir. Hún dregur vettlingana af sér með
tönnunum, hendir teppinu, kjólnum og náttfötunum í gólfið. Nakin og
viti sínu fjær þrýstir hún síðan myntinni sem ég gaf henni djúpt inn í
mjúkan handlegginn. Hún ýtir og ýtir á myntina, snýr henni fruntalega
í hálfhringi þangað til blóð fer að safnast fyrir undir húðinni.
„Jason, taktu undir hnén á henni. Leggðu hana aftur á bekkinn."
Á sófanum kveinar Sharon. „Þarna sérðu, óg sagði þér að stelpan væri
brjáluð. Hún hatar mig. Hún er eigingjörn á Jason.“
Læknirinn kemur til okkar með sprautuna sína. Hann er búinn að gefa
Sharon róandi, núna ætlar hann að svæfa barnið mitt með meðulum sín-
um.
„Farðu til fjandans, kvikindið þitt!“ æpir Eng. „Vamos\ Bang bang!“
Hún miðar handloggnum eins og vélbyssu, fyrst á Sharon, síðan á lækn-
inn. Rambóinn minn. „Gömul aðferð er góð aðferð. Peningalækning er
góð lækning. Heldurðu að pillur hjálpi ömmu minni þegar þeir skjóta
hana? Fariði heim, Kanarnir ykkar." Hún lítur beint á mig. „Komdu þér
burt, Kanakvikindi!"
Kearns læknir hefur náð taki á úlnliðum hennar. Myntinni sem ég gaf
henni hefur hann fleygt í gólfið. Eitthvað ólæknanlegt er komið yfir kon-
urnar mínar.
Svo rennur upp fyrir mér, eins og í ævintýrunum, hvað er til ráða. „Ég
er á leiðinni, félagi!" hvísla ég. „Ég á fullt af myntum.“ Ég læt hringla í
skiptimyntinni í vasanum. Ég þríf hana úr höndum óvina okkar. Ég og
Saigonkrakkinn minn — við erum bandamenn. Eftir fimm mínútur verð-
um við óhult í köldum stríðsvagninum, sendibílnum okkar.
Rúnar Helgi Vignisson íslenskaði.
Úr bókinni The Middleman and Other Stories frá 1988.
á- .ffiwyÁiá — Syndaflóðið kemur eftir okkar dag
79